Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 133
getur keypt fyrir þennan pening«, sem hann um leiö-
rétti syni sínum.
Friðrik fór með peninginn, keypti epli og færði
Hólm það. Þeir léku sér lengi saman og skildu góðir
vinir.
Friðrik fékk aftur að setjast við borð föður sins,
en hann varð að lofa því áður, að gjöra engum órétt,
og breyta við aðra drengi, eins og hann vildi, að þeir
breyttu við hann.
Þetta atvik mundí Friðrik alla æfi og forðaðist
að brjóta boðorð föður sins, sem hann kannaðist við,
að hefði orðið sér til hamingju.
Móöirin.
Anna var glaðlynd og góð stúlka, henni leið vel
hjá foreldrum sínum uppvaxtar árin, svo henni fannst
að heimurinn brosti til sín. En bros heimsins og
hennar hvarf þegar hún giftist drykkfeldum manni,
sem dó eftir 5 ára sambúð frá fjórum börnum.
Þegar hún giftist komu annir og áhj'ggjur og á-
vítur mannsins þegar hann var ölvaður. En þó juk-
ust áhyggjurnar mjög, þegar hún varð ekkja, og
varð að vinna ein fyrir fjórum börnum. Hún saum-
aði oft fram á nætur fyrir aðra, og sofnaði vanalega
þreytt.
Eftir því sem árin liðu, bilaði heilsan, af ofmik-
illi vinnu og áhyggjum. En börnin hugsuðu meira
um, að leika sér, en að hjálpa móður sinni. Pegar
þau komu úr barnaskólanum ræddu þau um skólann
og viðburði dagsins, en hirtu minna um hugsanir
og áhyggjur móðurinnar. Umhyggja hennar fyrir
fæði og klæðnaði þeirra, fannst þeim vera sjálfsögð.
Úttauguð af vinnu og þreytu, fékk hún einn dag
slag, og datt niður meðvitundarlaus. Hún var lögð
upp í rúm, en börnin voru þar i kring grátandi. Pau
fundu þá fyrst alvarlega til þess, hve umhyggusöm
(79)