Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 122
Þó að Páli bresti brá, | bili Grím að skrifa
og Þorsteinn líka falli frá, | ferhendurnar lifa. [ÓI. B.
*)A svo háum aldri sá ég fáa,
firða stirða fráum ljá, | fella að velli stráin hrá. [S. H.
Oddur blauði óttast rauðan dauðann
hann er versta um hauður gauð, | hann er mesta skauð í nauð.
Fyrr skal randa rjóðum brandur granda
en að fjandinn flái sá, | fái sanda bráins gná.
Gesti hresti, grand ei bresta náði
mesti og besti maður var, | mestu og flestu listir bar. [S. Dsk.
**)Á haukum lóna leiðanna | lítur nýta mengi,
skraut á trjónum skeiðanna, | skalf í tónum reiðanna. [S.Brf.
Sá nú glæsta sól um ból, | sýslast veizlan dýra,
heiðurinn glæstur hólið ól, | hann sat næstur sjóla stól.
[Hl. E. Br.
Hjálmar sprungu, högg ótöld, | hjörva börvar fengu
málmar sungu skært við skjöld, [ skálmar stungu beggja öld.
[M. J.
Sú var fríðust drósa drós, | dyggð og tryggðum vafin,
sannnefnt víðis ljósa ljós, | landsins prýði hrós og rós. [H. Bj.
Hjalla fyllir, fenna dý, | falla vill ei kári
valla grillir Ennið í, | alla hryllir menn við þvf.' [L. v.
Lífið fátt mér ljær í hag, | lúin þrátt ég glífni
koma mátt um miðjan dag, | mikli háttatími. [G. E.
Heim svo báru báru f rann, | blossa hnossir friðar
dreka lára lárvið þann, | úr laufa fári sárneyddan. [S. Brf.
Sunnanvindar sólu frá, | sveipar lindum skýa,
fannatinda, björgin blá, | björk og rinda Ijómar á. [J. Hall.
Ef lystir meira ljóðin heyra, | Ijá til eyra þá ég syng
foldin hýramóins mýra, | mín hálfdýra langhending.[Hl.E.Br.
Mörgum æfi leiðist leiðin, | leið þar margur erfið kjör,
öðrum skein þar heið í heiði, | heiðurs sólin, lán og fjör. [H. S.
***)Um hans mestu umsjón bestu, | allt ber vottinn,
gott ár bæði sveit og svæði, [ sendi drottinn. [Tíðav. J. Hj.
Sigurður í Barði barði | boginn Steina
inn við hurð sig Varði varði | verkum meina. [L. v.
*) Bragháttur stuðlafall. **) Bragháttur stikluvik. ***) Úrkast.
(68)