Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 141
vatnsins í skálinni, rétti sig siðan og mælti: »01íu-
salinn á peningana með réttu, blindi maðurinn er
svikari, takið liann og hýðið fimtíu vandarhögg«.
Allir undruðust þennan dóm. »Sjáið«, mælti dóm-
arinn, »olíubrá er á yfirborði vatnsins í skálinni, og
ber hún vitni þess, að fingur olíusalans hafa tekið
við peningum þessum, fyrir olíu þá, er hann heflr
sell í dag«.
Allir undruðust skarpskjTgni dómarans og full-
nægðu dómnum.
Biblían.
í þrjátiuára stríðinu og fyrir það, voru Lúthers-
trúarmenn ofsóttir af katólskum klerkum og her-
mönnum. Þeir gerðu leit og liúsrannsókn hjáLúthers-
trúarmönnum eftir guðsorða bókum, sem forboðnar
voru. Biblían var ein þar á meðal. Ef hún fanst
var hún tekin og brend, en eigendunum hegnt.
Á bóndabæ í Böhmen, var kona að baka brauð,
sá hún þá að tveir þjónar réttvísinnar komu beina
leíð heim til hennar, og kom þá strax í hug, að er-
indi þeirra mundi vera, að leita í bókahillum hennar.
Verður hún þá skjálfandi hrædd um biblíuna sína,
sem henni þótti mjög vænt um, hleypur að hillunni,
grípur biblíuna og hnoðar brauðdeigið utan um hana.
t*egar þeir komu var hún samstundis búin að láta
deigið inn í ofninn og loka honum. Beir fóru svo
að leita hátt og lágt, en datt ekki 1 hug, að líta inn
í heitan ofninn. Engar forboðnar bækur fundu þeir
og fóru svo.
Fyrir þetta snarræði, hélt konan þeim hlut, sem
henni þótti vænst um af öllu því, sem hún átti, og
forðaði sér og sínu skylduliði frá pintingum.
Seinna fluttist þessi biblía með barna-barna-
börnum konunnar til Ameríku, og er nú geymd sem
mesti kjörgripur í stórri bókhlöðu í New-York.
Pessi æfisaga biblíunnar er skrifuð á spjöld hennar.
(87)