Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 125
Júl. J. Júlíana skáldkona.
J. J Jón Jónsson Olafsvíkurkoti.
J. Þ. Jón prestur Þorgeirsson, Hjaltabakka.
L. B. Látra Björg skáldkona.
M. J. Magnús Jónsson, Laugum
N. K. Natan Kétilsson.
Ól. B. Óiafur Bergsson.
Ól. ,Br. Óiafur Briem.
P. Ói. Páll Ólafsson.
S. Dsk. .Símon Dalaskáld.
S. Brf. Sigurður Breiðfjörð.
S. H. Sigurður dbrm. Helgason.
S. J. Síra Snorri Jóosson, Húsafelli.
V. R. Vatnsenda Rósa.
Þ. E. Þorsteinn Erlingsson.
Hl. E. Br. Háttalykill Eggerts Briems, prests.
Hl. L. S. Háttalykili Lárusar Sigurðssonar, Háarifi.
R. Ur rímum. Lv. Lausavísur.
Nokkrar af framan prentuðum vísum, þeim dýrkveðn-
ustu, eru á takmörkunum að vera með fullu viti, en aftur
eru margar vísur, sem eru snildar kveðskapur. Flestar
vfsurnar eru prentaðar áður í rímum og öðrum bókum,
en margir af lesendum almanaksins eiga ekki kost á, að
sjá þær bækur, þessvegna eru vísurnar settar hér í þeirri
von, að sumir hafi gaman af þeim.
Vísunum er meir raðað eftir bragarháttum en efni.
Hægt væri að fylla almanakið með vel og dýrt
kveðnum vísum, en nú mun flestum þykja nóg komið.
Tr. G.
Vel botnaðar vísur.
Ari Sæmundssen var skriíari á Grund hjá sýslum.
Gunnlaugi Briem ata mínum, á uppvaxtarárum Olafs
Briem timburmeistara. Síðar fluttist Ari til Akureyrar
frá Grund, en Ólafur Briem varð búandi par. Oft fór
hann vetrarferðir eftir Eyjafjarðará á ís, og kom pá
jafnan við hjá Ara, létu peir pá oft fjúka í kveðling-
um. Eitt sinn hafði Ari hugsað sig uni vísu helming,
sem erfitt væri að botna, og segir við Ólaf um leið
og hann réttir honum staup: vÞcirna er staupið setla
sopann, senn á lanna pinna grunn,« en svarið kom
(71)