Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 59
ama og er á Kyrrahafsströndinni, eigi Jangt frá mynni
skurðsins. íbúar þar eru 37*/» þús.
Önnur stærsta borgin er Colon, á Atlantshafs-
ströndinni, við mynni skurðsins þar, með 18 þús.
íbúum. Hafa Bandamenn alla stjórn á skurðbeltinu
og þar af leiðandi meiri og minni ráð yfir öllum
málefnum landsins.
Nú var farið að vinna að skurðinum af miklu
kaþþi, og fylgja hér myndir tveggja þeirra manna,
sem getið hafa sér mesta frægð fyrir starfsemi sína
við þetta stórvirki.
Pað, sem Frökkum þótti verst viðureignar þar
vestra, meðan þeír fengust við verkið, var óheilnæmi
loftslagsins. Verkamennirnir veiktust hrönnum sam-
an, enda þótt mest væru valdir til vinnunnar þar
innlendir menn. F'yrsta verk Bandamanna var, að
reyna að ráða bót á þessu, og það tókst að lokum
fullkomlega, enda var stórfé lagt fram í því skyni.
En maðurinn, sem hafði yfirumsjónina með þessu
verki og þakkað er, hversu vel það heþnaðist, er
William Crawford Gorgas, fæddur í Mobile í Ala-
bama 3. okt. 1854. Hann varð yfirmaður heilbrigðis-
mála við Panamaskurðinn rétt eftir að Bandamenn
tóku verkið að sér. Eitt af verkefnum hans var, að
útrýma banvænum flugnátegundum, sem þar var
mikið af, og hafði hann gert það m. a. með olíu-
áveitum yfir stór svæði. Er hann stór-frægur maður
fyrir verk sín þarna, og eftir að þeim var lokið við
Panamaskurðinn, fekk liann samskonar verk að vinna
yfir í Afríku, og mun vera þar nú.
Hinn maðurinn er George Washington Goethals,
og var hann yfirverkfræðingur við Panama-skurðinn
frá 26. febrúar 1907 og alt til þess, er verkinu var
lokið, svo að megnið af því er unnið undir hans
umsjón og eftir hans fyrirsögn. Hann er fæddur í
Brooklin 29. júní 1858 og varð stúdent í New-York
1876. Ilann var verkfræðingaforingi í spánska stríðinu
(5)