Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 158
skotið fyrir, að spegilmyndin, alpingið sjálft, geti
orðið til sannra þjóðþrifa. Sú mynd verður að hræðu,
sem heldur hlífisskildi yfir kjarkleysi, istöðuleysi,
smásálarskap og ófórnfýsi, sem þjóð á framfaraskeiði
á að varast, eins og brent barn forðast eldinn.
Tr. G.
Stærð og fólksfjöldi ófriðarlandanna
í byrjnn hernaðarins.
í byrjun styrjaldarinnar, heimsplágunnar hrika-
iegu, sem nú geysar, kom út bók um stærð og
mannfjölda þeirra landa, sem þá tóku þátt í henni.
Á aðra hlið er Pýzkaland 548,000 □ km. og Ausi-
urríki með Vngverjalandi 676,600 km. Samtals 1224,-
600 □ kílómetrar.
Á hina hliðina er Rússland í Evrópu 5,452,000 km.
Rrakkland 536,500 km. England 318,000 km. Belgía
29,000 km. Serbía 87,000 km. Svarlfjallaland 14,200 km.
Samtals 6,436,700 □ km.
Samtals eru löndin í Evrópu tæpir 10 milj. □ km.
Var þá 77°/o af allri álfunni, sem upphaflega tók þátt
í stj'rjöldinni. En svo eiga þessi ríki mikil land-
flæmi í öðrum heimsálfum.
í Asín Rússland 17,í milj. □ km. England 5,s
milj. km. Frakkland 0,8. Samtals 23,5 milj. □ km.
í Afríkn England með Egiftalandi 9,7 milj. km. Frakk-
land 9,6 milj. km. Belgía 2,4 milj. km. Pijzkaland
2,7 milj. km. Samtals 24,4 milj. □ km. Ameríka.
England 9 milj. km. Frakkland 0,i. Samtals 9,i milj.
□ km. Anstralía. England 8,3 milj. km. FrakklandO, J/io
milj. og Pýzkaland 0,2. Samtals 9,5 milj. □ km.
Samtals 66,5 milj. □ km.
Evrópuríkin eiga þannig lönd: af Afríku 80°/o, af
Ameríku 20°/o og Australíu 95°/o.
Fólksfjöldinn í þessum löndum er þá í milljónum:
(104)