Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 64
önnur, 11 vélabátar og nokkur seglskip. Er talið að
gróði þeirra hafi numið fullum 3 milj. króna, en alls
hafi gróði allra sildveiðanna verið 8,700,000 kr.
Hvalveiðastöðin á Hesteyri veiddi 45 hvali með
4 bátum.
Verzlun. Allar vörur voru í afar-háu verði, nær
allar innlendar vörur í helmingi hærra verði en
nokkru sinni áður. Var því gróði allra framleiðenda
bæði til lands og sjávar mjög mikill, en dýrtíðin var
tilfinnanleg þeim mönnum, er ekki voru framleiðendur.
Atvinna var meiri en verið hefir, og kaup verkalýðs
hækkaði nokkuð. Alþingi veitti og dýrtíðar-uppbót
lægst launuðu starfsmönnum landssjóðs.
Sljórnarskrárbreylingin, er samþykt var á alþingi
1913 og 1914, náði eigi staðfestingu, þá er Sigurður
Eggerz bar hana upp fyrir konungi 30. nóv. 1914. —
9. marz fengu böð frá konungi að koma á fund hans
þeir Einar prófessor Arnórsson, Guðmundur prófessor
Hannesson og Sveinn yfirdómsmálflytjandi Björnsson.
Fóru þeir utan 13. s. m. og komu heim aftur 16. apríl.
Skömmu síðar (4. maí) var Einar Arnórsson skipað-
ur ráðherra. 19. júní staðfesti konungur stjórnar-
skrána, og ákvað s. d. gerð íslenzka fánans. Þegar á
þing var komið, lýsti neðri deild með 14 : 10 atkv.
og efri deild með 8 : 5 atkv. ánægju sinni yfir stað-
festingu stjórnarskrárinnar.
I Velferðarnefnd kaus alþingi Guðmund Björnson,
Jón Magnússon, Jósef Björnsson, Skúla Thoroddsen
og Svein Björnsson alþingismenn. Var að tilhlutun
hennar keypt allmikið af rúgmjöli frá Danmörku og
tvö skip send til Veturheims til matvörukaupa.
Eimskipafélag íslands. Fyrsta skip félagsins »Gull-
foss« hljóp af stokkunum 23. jan., og kom til Beykja-
víkur í fyrsta sinn 16. apríl. Fór siðan eina ferð til
New-York. Hitt skip félagsins »G,óðafoss« kom til
landsins í júní. Síðari hluta ársins var hafin á ný
hlutafjársöfnun til að kaupa þriðja skipið.
(10)