Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 116
Svíaríki
er mesta skógland í Evrópu eftir stærö. Af landinu
er þakið skógi 52°/o, af Rússlandi 41°/o, af Pýzkalandi
26°/o, af Noregi 22°/o.
Mjólknrbú
voru fyrst i Noregi stofnuð 1855, en árið 1905 voru
þau orðin 744, sem tóku móti 196 milj. pottum um
árið, og fyrir það fékst 16,444 þús. kr.
Panama-skurðnrinn.
Pegar Panama-skurðurinn var fullgerður, var
talið, að hann kostaði Bandarikin 400 milj. dollara.
Nú er búið að semja reikning yfir tekjur hans fyrsta
árið og sést þá, að þær eru rýrari en búist var við.
Evrópu-hernaðinum mikla er kent um það, og talið
sjálfsagt, að þegar friður kemst á, muni tekjurnar
margfaldast. Að eins 1088 skip fóru fyrsta árið eftir
skurðinum, og tekjurnar að eins 2 milj. dollara.
* *
Árið 1912 voru gjöld þýzka ríkisins 3,540 milj. kr.
Par af gekk til hersins 735 milj. kr., til skóla 471
milj. kr., til spitala og sjúkrastofnana 288 milj. kr.
Sama ár var drukkið 61 og aðrir áfengir drykkir
fyrir 3,520 milj. kr. — Ríkisskuldir voru það ár 3,900
milj. kr.
★ *
Árið 1915 var ransakað hve margir ekki kunnu
að lesa og skrifa af hverjum 5,000 hermönnum, sem
þá voru að berjast banaspjótum, og kom þá fram,
að af Rússum voru þeir 617, Serbum 434, Austurríkis-
mönnum 220, Belgjum 92, Englendingum 56, Frökk-
um 30. Af Pjóðverjum 1 af 20,000 manns.
(62)