Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 120
Heggur Skalli í harðan skalla, | hinn brá skalla viður
otaði skalla undir skalla*) | og í því skall hann niður. [R.
Synda að vanda vann á flóði, | vinda þandist hindin blá,
hrinda að landi hranna jóðin | hindum banda að Indíá.[S.Brf.
Reiðin þýtur rúnar hafna, | reiðinn flýtir skeiðunum
skeiðin brýtur brúnir skafla, | á breiðum hvítings heiðunum.
[S. Brf.
Par einn ríður marar mar, | marinn skríður þangvallar,
snar á skíðum varar var, | varir sníður sæmeyjar. [L. B.
Raular rá, en gaular grá | gjálp ósmá, til hjálpa má.
hjólin þá og ólin á | ýla um bláa sfla lá. [R.
Vindur gall í voðunum, | velti fallið gnoðunum,
belgur skall við boðunum | borðið v.all í froðunum. [S. Brf.
Sumir völvu sanna spá, [ sumir fölvir hniga þá,
sumir mölva sverðin blá, | sumir bölva er höggin fá. [R.
Niður dauður síðan sé, | svartur kauði af Niflheime
skekktist hauður, skulfu tré, | skarkaði og sauð í jörðinne.
[G. K.
Ferleg voru fjörbrot hans, | fold og sjórinn stigu dans
gæða sljór með glæpa fans, | Grímur fór til andskotans.
Hitti að bragði Satan sinn, | sönn framlagði skilríkin
glóðaflagða gramurinn, | Grím þá sagði velkominn.
[Þessar 2 vísur B. H. J.
Fákar þjóta fíls um mar, | flugu úr grjóti eldingar
undan fótum þeirra þar, | þundar snótin sporuð var. [A. G.
Engin má á millum sjá, | mækja þrá hver vinni sá
sverðin grá við hildar há, | hljóða þá og fljúgast á. [S. Brf.
Baldur skjalda glatt með geð, | gjaldi halda dverga réð
haldi spjalda skorðin skeð | skvaldurs vald til góða með.
[G. B.
Hilmir sest í hásæti, | heimsins flest við dálæti,
ekkert brestur ágæti, | ýta best er þá kæti. [A. G.
Undan fótum flaug eldur [ fleins á brjóta, stál syngur
orustu mótum alvanur, | otursbótum reifaður. [H. J.
Niður ljóða fellur fljótt, | friður þjóða dafni rótt
smiður ljóða öllum ótt, | yður góða bíður nótt. [M. J.
Mjög sig teygði mjóstrokinn | makkan sveigði gullbúinn
grjóti fleygði fótheppinn, [ fögur beygði munnjárnin. [H .J.
*) Maðurinn hét Skalli, og hafði exi mað skalla að vopni.
(66)