Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 57
fyrir, að sér, að ljúka við Panamaskurðinn á þremur
árum. En þá reyndist ókleitt, að ná saman fé til á-
ii'amhalds verkinu, svo að Panama-félagið varð gjald-
Þrota árið eftir, 1888. Lesseps reis nú enn upp með
ákaflegu kappi og reyndi að mynda nýtt félag, en„ó-
trúin á fyrirtækinu var þá orðin svo rótgróin, að
nienn vildu ekkert við það eiga. Verkið tók nú mjög
að skemmast af náttúrunnar völdum, og alt varð í.
uppnámi í Frakklandi út af hinu mikla fé, sem til
þess hafði farið. Málaferli mikil hófust gegn for-
göngumönnum fyrirtækisins, og fór svo, að Lesseps
var dæmdur í 4 ára fangelsi á gamals aldri, en þeim
dómi þó síðan hrundið, svo að hann losnaði við
fangelsisvistina. En mjög fengu þessi málaferli á
hann, og dó hann geðveikur út af þeirri viðureign
1894. Eiffel varð sannur að sök um fjárdrátt og margir
aðrir, sem við málið höfðu verið riðnir og almenn-
ingur hafði borið traust til, og er þetta eitthvert hið
mesta fjárglæframál, sem sögur fara af.
Eftir 1894 tók nýtt franskt félag við verkinu og
hélt því áfram. Pað ákvað, eftir all-míklar nýjar
mælingar og rannsóknir, að skurðurinn skyldi vera
með flöðlokum og hæsti vatnsflötur í honum 32—40
metra yfir sjávarmáli. Petta félag átti að hafa lokið
verkinu 1910. Var nú unnið þarna slöðugt, en verkið
gekk þó seint, enda var við mikla erflðleika að stríða.
En nú koma Bandaríkin í Norður-Ameríku til
sögunnar. í ófriðinum við Spán rétt fyrir aldamótin
höfðu Bandamenn tekið af Spánverjum ýmsar af
eignum þeirra og innlimað í Bandaríkin, en Kúba
varð þá sjálfstætt riki að nafninu til undir vernd
Bandaríkjanna. Petta var á dögum Mac Kinleys for-
seta, og með þessu hefst nýr þáttur í sögu Banda-
ríkjanna, því siðan eru þau komin í tölu heimsveld-
anna, með kepni eftir völdum út á við og herskipa-
stóli, sem alt af er aukinn. En einmitt vegna hreyf-
mgarinnar í þessa. átt í Bandaríkjunum, fór nú stjórn-
(3) r