Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 131
í alman. þvfél. fyrir árin 1901 og 1905 ér skýrt frá
sjávarhita kringum ísland í nokkur ár. Par er getid
um sjávarhita á nokkrum stöðum norðan og vestan
lands, sem ekki eru í skýrslunni hér að framan fyrir
1913, bætti ég því neðan við, til betri samanburðar,
hita í hafinu árið 1901 við Grímsey og Hornbjarg á
Ströndum.
Hitinn í hafinu hefir talsverð áhrif á veðrið í
landinu og göngu fiskanna í hafinu, er því fróðlegt,
einkum fyrir fiskveiðamenn, að þekkja strauma og
hita í hafinu.
Auðvitað er það Golfstraumurinn, sem að mestu
leiti er orsök hitabreytinganna í hafinu kringum
landið eftir því hve straumharður hann er á ólíkum
tímum ársins. íshafsstraumurinn er aðal hafstraum-
urinn upp að norður og austurströnd landsins, en
móti honum berst lítil grein af Gólfstraumnum, sem
rennur fyrir sunnan og vestan landið og svo austur
með því. Þetta sést gleggst á ísa árum, þá rekur ís-
inn inn með vesturlandinu og út með austurlandinu
á fjörðum og flóum, þegar ísinn er að reka frá land-
inu. í ágúst og september mán. er Gólfstraumurinn
sterkastur, og á þvi byggist gamla reynzlan, að haf-
ísinn geti ekki haldið landinu í fangbrögðum sínum
lengur en til höfuðdags.
Hitinn í hafinu kríngum Færeyjar er settur hér
til að sýna, að þar er hann mikið farinn að kólna,
en heldur þó nokkurnveginn hita sínum til Vest-
mannaeyja. Vestur í Mexikoflóa er Gólfstraumurinn
28 gráðu heitur, en leiðin þaðan til Vestmannaeyja
er líka löng. Við Ingólfshöfða beygir þessi litla grein
Golfsstraumsins austur í haf, en aðalstraumurinn
heldur austur að vesturströnd Noregs. Par bætir
hann svo tiðarfarið á landi og fiskigöngurnar í hafinu.
Tr. G.
(77)