Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 62
menn 'vildu veita skipum sínum þar forréttindi, en
aörir mæltu í móti þvi, fyrst og fremst Englendingar,
og varð það mál jafnað án þess að vandræði yrðu
úr. En færi svo, að Bandarikin lentu í ófriði, má
telja það sjálfsagt, að þau notuðu skurðinn eingöngu
á þann hátt, sem þeim sjálfum væri hagkvæmt.
Loks má minnast á aðra skurðgraíta-hugmynd,
sem oft hefir verið talað um í sambandi við Panama-
skurðinn, en hún er sú, að grafa skurð frá Atlants-
hafi til Kyrrahafs gegn um Nicaragua-ríki, sem er
næst norðan við Panama, og hafa menn hugsað sér
þann skurð milli bæjanna San Juan við Atlantshafa
og Brite við Kyrrahaf. Vegalengdin er alls 274 kílóm.,
en leiðin getur legið eftir vötnum og fljótum, svo að
skurðirnir, sem grafa verður, eru eigi tafdir þurfa
að verða lengri en 44 kilóm. alls. En 48 klukku-
stunda ferð mundi verða gegn um þann skurð. —
Hann hefði aftur þann kost, að hann gæti orðið svo
breiður, að stærstu skip gætu þar alstaðar mætst og
farist hjá. Hafa ýmsir talið leiðina þarna heppilegri
en Panama-leiðina, þótt hún yrði ofan á. En um
þetta fyrirtæki mun nú ekki hugsað að svo komnu.
Landskjálftar eru mjög tíðir á svæðinu, sem
Panamaskurðurinn liggur um, og var því spáð af
ýmsum áður, sem ótrú höfðu á fyrirtækinu, að þeir
mundu sífelt valda eyðileggingu á skurðinum, bæði
með skriðufjöllum, sem af þeim hlytu að stafa, og
svo mundu flóðlokuverkin ekki þoia þá.
Nokkrar skemdir hafa líka orðið af skriðuföllum
niður í skurðinn, frá því hann var fullgerður, en
flóðlokuverkin hafa ekki raskast. Rétt áður en skurð-
urinn var opnaður komu svo miklir landskjálftar,
að fólk fiýði úr húsum sínum í borginni Panama,
en þann hristing þoldi skurðurinn án þess að nokk-
uð færi þá úr lagi. P. G.
(8)