Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2011, Side 11

Andvari - 01.01.2011, Side 11
ANDVARI FRÁ RITSTJÓRA 9 * í greinum hér í heftinu er varpað ljósi á margt í ævi og störfum Jóns forseta. Hann sameinaði það með fágætum hætti að vera gjörhugull og vandvirkur fræðimaður og um leið harðskeyttur baráttumaður í stjórnmálum. Afköst Jóns í fræðimennsku og útgáfustörfum eru raunar slík að maður undrast að hann skyldi einnig hafa orku til að beita sér í stjórnmálum eins og raun ber vitni. Fræðimaðurinn og stjórnmálamaðurinn Jón Sigurðsson voru ein heilsteypt persóna. Réttindabarátta hans gagnvart dönsku stjórninni byggði jafnan á heimildum og sögulegum rökum. Jón forseti er gott dæmi um málefnalegan og rökfastan stjórnmálamann sem höfðaði til raunsýni og skynsemi, en síður til tilfinninga. Glettni eða gamansemi bregður varla fyrir í máli hans og persónulegri rætni ekki heldur. Sagt var að hann ritaði aldrei skammargreinar þegar hann deildi við menn en hann gat vitanlega verið þykkjuþungur, enda skapið mikið en vel tamið. Málflutningur hans var þéttur fyrir og einbeittur, en kannski ekki að sama skapi skemmtilegur. Ritverk Jóns hafa ekki verið prentuð mikið á seinni tímum, líklega af því að ekki er talið að menn lesi þau almennt sér til yndis- auka. Þau eru því flest ókunn íslendingum öðrum en fræðimönnum. En Jón hefði getað sagt eins og einn ágætur sænskur forsætisráðherra á síðustu öld sem sakaður var um að vera ekki nógu skemmtilegur: „Það er ekki mitt starf að skemmta fólki“. Þegar Jón Sigurðsson festist í sessi sem þjóðhetja, einingartákn og fremsti baráttumaður íslensks sjálfstæðis, hlutu allir að vilja eigna sér hann. Menn hafa fyrr og síðar hent á lofti sitt af hverju í málflutningi hans sem þeir töldu sér og sínum flokki til framdráttar. Þess vegna varð það tíðum óljóst hverju hann hafði í rauninni haldið fram, stjórnmálaskoðanir hans hurfu í skugga ímyndar hins mikla leiðtoga. Að þessu vék Tómas skáld Guðmundsson undir miðbik síðustu aldar í kvæðinu „Þjóðhátíð“ (Fljótiö helga, 1950). Þar er því lýst er mannfjöldi safnast að gröf Jóns Sigurðssonar á þjóðhátíðardegi hins nýstofnaða lýðveldis „og hlýðir ræðu frá í fyrravor / sem flutt er, eins og þá, í minning hansí framhaldi af því segir í kvæðinu: Og víst er sælt að geta gengið að jafn góðum manni á svona vísum stað, sem auk þess getur enga björg sér veitt, þótt allt hans líf sé rangfært sitt á hvað. Því nú er öllum annt um forsetann og allir landsins flokkar slást um hann, og þeir, sem aldrei tóku tryggð við neitt, þeir telja sér hann utanflokkamann.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.