Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2011, Page 13

Andvari - 01.01.2011, Page 13
GUÐJÓN FRIÐRIKSSON Jón Sigurðsson 1811-2011 Síðustu þrír áratugirnir áður en Jón Sigurðsson fæddist voru að mörgu leyti mikið hörmungarskeið í sögu íslands og jafnframt breytingaskeið í stjórn- sýslu, kirkjuskipan og verslun. Skaftáreldar og Móðuharðindin sem þeim fylgdu voru í fersku minni miðaldra fólks. Nær tíu þúsund manns höfðu þá orðið hungurdauða á íslandi eða tæplega 20% þjóðarinnar. Þjóðin var lengi að ná sér eftir afleiðingar harðindanna og þau leiddu beint og óbeint til falls hinna fornu biskupsstóla og latínuskóla í Skálholti og á Hólum. Sömu leið fór hið forna Alþingi íslendinga á Þingvöllum. Það var lagt niður með kon- ungsúrskurði árið 1800 og í stað þess tekinn upp Landsyfirréttur sem starfaði í Reykjavík. Jákvæðar breytingar eftir Móðuharðindin fólust í afnámi einokunarversl- unarinnar, þegar verslun á íslandi var leyfð öllum þegnum Danakonungs, og stofnun kaupstaða á árunum 1786-7. Þetta leiddi til blómaskeiðs í verslun um árabil en aftur syrti í álinn árið 1807 þegar Englendingar réðust á Kaup- mannahöfn og ýmist eyddu eða rændu danska kaupskipaflotanum. Siglingar danskra kaupskipa stöðvuðust þá um hríð til íslands og öll verslun lands- manna var undir náð Breta komin. Sjóræningjar óðu uppi og sumarið 1809 tók ævintýramaðurinn Jörgen Jörgensen völdin með liðsinni enskra kaup- manna. Stríðsátökin í Evrópu ásamt harðindaárum á íslandi höfðu það í för með sér að allmikill fjöldi íslendinga dó úr hungri, einkum á árunum 1812-14, og nokkur mannfækkun varð á landinu. Þannig var umhorfs í frumbernsku Jóns Sigurðssonar. Raunar komust Vestfirðingar yfirleitt betur af en flestir landsmenn þegar harðindi og hungur sóttu að. Um 15 prósent allra íslendinga bjuggu á Vestfjörðum um þessar mundir. Sjórinn, björgin og eyjarnar voru matar- kistur þeirra og öll viðskipti Vestfirðinga við útlönd fóru beint um vestfirskar hafnir. Arnfirðingar voru ekki síst þekktir fyrir að vera harðsæknir sjómenn og um þessar mundir voru þeir farnir að stunda þilskipaveiðar á útvegi Olafs Thorlaciusar á Bíldudal. Þeir voru í fararbroddi nýrra atvinnuhátta og Arnarfjörður síður en svo afskekktur á íslenskan mælikvarða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.