Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2011, Side 15

Andvari - 01.01.2011, Side 15
ANDVARI JÓN SIGURÐSSON 1811-2011 13 hneigður og skarpur en ekki var hann samt sendur í Bessastaðaskóla, eina lærða skólann á landinu, heldur nam hann til stúdentsprófs heima hjá karli föður sínum. Munu búhyggindi séra Sigurðar hafa ráðið en dýrt var að senda strákling í skóla suður á Álftanes. í uppvexti Jóns Sigurðssonar voru hugmyndir Upplýsingarinnar orðnar ráðandi hjá flestum málsmetandi íslendingum. Trúin á skynsemi mannsins, svokallaður rationalismi, tók að svífa æ meira yfir vötnum og menn teknir að trúa því að vísindalegar aðgerðir og skynsemi geti bætt mannfélagið til mikilla muna. í stað svartsýni og strangleika hins lútherska réttrúnaðar, sem ríkjandi hafði verið um nærfellt tveggja alda skeið á íslandi, kom með Upplýsingunni ákveðin bjartsýni, mannúð og framfarahugur. Meðal annars var þar boðað frelsi einstaklingsins. Upplýsingarmennirnir lögðu ofuráherslu á fræðslu og ber stefnan nafn sitt af því. Rit Lærdómslistafélagsins, sem komu út í 15 bindum á árunum 1791-1798, boðuðu hugsjónir Upplýsingarmanna. Margt bendir til að þau hafi verið til á Hrafnseyri á uppvaxtarárum Jóns Sigurðssonar og mótað hugmyndaheim hans. Ritin voru í daglegu tali kölluð Félagsritin en síðar þegar Jón stofnaði sitt eigið tímarit kallaði hann það Ný félagsrit eins og þau væru hugsuð sem framhald hinna fyrri. Hér má bæta við að ömmubróðir Jóns Sigurðssonar, Olafur Olavius, var einn af stofnendum Lærdómslistafélagsins og meðal boðbera Upplýsingarstefnunnar á íslandi. Ólafur skrifaði merka ferðabók og fjölda ritgerða og bæklinga um garðyrkju, búnaðarmál og fiskveiðar. Hann var aðalstofnandi Hrappseyjarprentsmiðju árið 1773 en sú prentsmiðja var fyrsta veraldlega prentsmiðjan á íslandi og sú fyrsta í einkaeign. II Þegar Jón var 18 ára gamall, vorið 1829, hleypti hann heimdraganum til að þreyta stúdentspróf í Reykjavík. Hann gekkst undir prófið hjá séra Gunnlaugi Oddssyni dómkirkjupresti. í vottorði prestsins segir að kennsla séra Sigurðar á Hrafnseyri hafi borið svo góðan ávöxt að stúdentinn verðskuldi mikið og jafnvel afburðalof. Séra Gunnlaugur segir ennfremur að Jón hafi reynst sér siðaður og kurteis, hann sé gæddur skörpum gáfum, ágætri athyglisgáfu og honum veitist frábærlega auðvelt að velja rétt og skýrt þau orð sem við eigi. Föðurbróðir Jóns, Einar Jónsson, kallaður borgari, var um þessar mundir verslunarstjóri hjá voldugasta danska kaupmanninum í Reykjavík, R C. Knudtzon. Hjá Einari bjó Jón eftir að hann kom suður og gerðist síðan búðar- strákur hjá honum um eins árs skeið. Þar kynntist hann náið verslunarháttum danskra íslandskaupmanna. Síðar átti hann eftir að velgja R C. Knudtzon rækilega undir uggum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.