Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 18
16
GUÐJÓN FRIÐRIKSSON
ANDVARI
III
Á Kaupmannahafnarárum Jóns var rómantíska stefnan orðin mjög ríkjandi
meðal menntamanna. Hún tók við af Upplýsingarstefnunni sem áhrifavaldur í
bókmenntum og listum, málvísindum, sögurannsóknum, heimspeki og stjórn-
málum. Hún varð eins konar andsvar tilfinninga og hugarflugs við skyn-
semishyggju og nytjatrú Upplýsingarinnar, og einkenndist af einstaklings-
hyggju, dulhyggju og ekki síst dýrkun á uppruna þjóða á miðöldum. Margir
af helstu félögum og jafnöldrum Jóns í Kaupmannahöfn höfðu gefið sig
rómantíkinni á vald. Nægir þar að nefna Jónas Hallgrímsson og Fjölnismenn.
Jón varð auðvitað fyrir áhrifum líka, einkum af þjóðernisstefnunni, sem var
fylgifiskur rómantísku stefnunnar, en hann stóð þó, eins og áður sagði, ávallt
föstum fótum í kaldri skynsemishyggju.
Garðvist Jóns Sigurðssonar lauk í janúar 1838 og eftir það þurfti hann að
leigja sér herbergi úti í bæ. Tveimur árum síðar, í janúar 1840, þá leigjandi
húsnæðis í Klosterstræde, lagðist hann alvarlega veikur, lá fram á sumar og
var enn lengur að jafna sig. Það kemur fram í lýsingum Jóns á sjúkdómnum í
bréfum heim að hér var að öllum líkindum um sárasótt (syfilis) að ræða sem
þá var mjög útbreidd í borginni. Augljóslega hafa veikindi Jóns orðið honum
alvarleg áminning um hverju er mikilvægast að fá áorkað í lífinu. Þegar
hann reis upp upp úr veikindunum kallaði hann til forystu meðal íslendinga í
Kaupmannahöfn og var orðinn þrælpólitískur maður - en hafði þá lítið gefið
sig að stjórnmálum áður.
Haustið 1840 hófst í fyrsta sinn kennsla í hagfræði við Kaupmanna-
hafnarháskóla. Kennari var hinn þekkti Adolph Frederik Bergspe, höfundur
Den danske Stats Statistik sem kom út í fjórum þykkum bindum á árunum
1844 til 1853. Bergspe aðhylltist liberalismann í anda Adams Smiths og
Ricardo en hann var hin ríkjandi hagfræðistefna samtímans. Bergspe hefur
verið kallaður faðir hagfræðinnar í Danmörku. Jón Sigurðsson var meðal
fyrstu nemenda hans í Háskólanum og kynnti sér meðal annars stjórnlaga-
fræði, rekstrarhagfræði, þjóðhagfræði og hagsögu. Ekki er vitað um annan
íslending sem fyrr hafði stundað nám í hagfræði og er því hægt kalla Jón
fyrsta íslenska hagfræðinginn þó ekki lyki hann prófi í ^reininni. Upp frá
þessu stundaði hann viðamiklar rannsóknir á hagsögu Islands. Áhugamál
hans voru ekki lengur einskorðuð við fornfræði og málfræði eins og verið
hafði.
Jón var kominn á þá skoðun að mestu varðaði fyrir Island að verslun þar
yrði gefin algerlega frjáls. Allar þjóðir ættu að geta verslað við íslendinga
með sem minnstum hömlum. í Hugvekju til íslendinga, þekktustu ritgerð
Jóns sem hann skrifaði á byltingarárinu 1848, sagði hann:
„... það er auðsætt að þegar allur vörutilbúningur [þ. e. framleiðsla] er