Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2011, Page 22

Andvari - 01.01.2011, Page 22
20 GUÐJÓN FRIÐRIKSSON ANDVARI um svokallaðan þjóðskóla sem var hugmynd Jóns Sigurðssonar. Þar var hann undir áhrifum frá skólakenningum Grundtvigs. Þjóðskólinn átti ekki einungis að vera embættismannaskóli, heldur einnig sjómannaskóli, búnaðarskóli, iðn- skóli og verslunarskóli. Fátt af því sem þingmenn lögðu til á þessu fyrsta þingi náði fram að ganga því að þingið var einungis ráðgefandi og hinn einvaldi konungur eða ráðgjafar hans gátu hafnað málum eftir geðþótta. Jón og Ingibjörg Einarsdóttir gengu loks í hjónaband 4. september 1845 og fylgdi hún honum síðan til Kaupmannahafnar þar sem þau stofnuðu sitt fyrsta heimili. Alla tíð síðan var ástúðlegt milli þeirra hjóna og hún fylgdi honum jafnan á ferðum hans til íslands en alþingisferðir hans urðu alls fjórtán. Má segja að hún hafi aldrei litið af honum eftir þetta. Margir litu^ á hana sem fremstu konu íslands, líkt og þeir litu á hann sem fremsta mann íslands. Ekki var þeim barna auðið en árið 1859 tók þau til sín 8 ára gamlan dreng vestan af fjörðum. Hann hét Sigurður Jónsson og var sonur Margrétar á Steinanesi, systur Jóns. Olu þau hann upp sem sitt eigið barn. Árið 1848 gerðust stórtíðindi í Danmörku. í kjölfar febrúarbyltingarinnar í París myndaðist byltingarástand í Danaveldi. Nýr konungur, Friðrik VII, varð að afsala sér einveldinu og gaf fyrirheit um stjórnarskrá þar sem kveðið væri á um þingbundna stjórn og almenn mannréttindi. Stjórnlagaþing sat að störfum í Danmörku veturinn 1848-1849 og var Jón Sigurðsson einn af fimm fulltrúum íslendinga á því. Stjórnarskrá fyrir Danmörku (Grundloven) var síðan fest í lög 5. júní 1849 og hefur það síðan verið þjóðhátíðardagur Dana. En hún gilti ekki fyrir ísland enda höfðu íslensku fulltrúarnir á stjórnlaga- þinginu barist fyrir því að svo yrði ekki. Jón leit svo á að íslendingar hefðu einungis svarið konungi sínum holl- ustueið en nú þegar hann hefði afsalað sér hluta af völdum sínum í hendur dönsku þjóðinni ætti hann einnig að afsala sér samsvarandi völdum til íslensku þjóðarinnar. Á þetta var fallist í hita augnabliksins 1848. Friðrik VII sendi frá sér bréf þar sem íslendingum var heitið eigin stjórnlagaþingi með fyrirheitum um sérstaka stjórnarskrá fyrir Island. VI Meðan byltingarástand var í Danmörku á útmánuðum 1848 samdi Jón Sigurðsson sína frægustu ritgerð sem hann nefndi Hugvekju til Islendinga. Hún hófst á hinum fleygu orðum: „Dagur er upp kominn.“ í ritgerðinni skil- greindi Jón stöðu íslendinga og lagði áherslu á að þeir næðu sömu réttindum gagnvart konungi og Danir sjálfir. Hann lagði mikla áherslu á að aðskilja fjárhag íslands og Danmerkur og vildi að á íslandi yrði skipaður jarl eða landstjóri en undir honum yrði landstjórn sem bæri konungsfrumvörp upp
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.