Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2011, Side 26

Andvari - 01.01.2011, Side 26
24 GUÐJÓN FRIÐRIKSSON ANDVARI og sýndur ýmis annar sómi, meðal annars sæmdur riddarakrossi Danne- brogsorðunnar. Kannski var tilgangur dönsku stjórnarinnar í og með að reka fleyg milli foringja frelsisbaráttunnar og þjóðarinnar og henni virtist ætla að takast þetta því á Alþingi 1859 náði Jón ekki kjöri sem forseti Alþingis en því embætti hafði hann gegnt allt frá því á þinginu 1849. Ýmsir gamlir samherjar hans snerust nú og gegn honum. Má þar nefna þingmennina Arnljót Ólafsson, Gísla Brynjúlfsson og Jón Guðmundsson. Jón ferðaðist um landið sumarið og haustið 1859 ásamt dönskum dýra- læknum en þeir mættu hvarvetna mótstöðu. Þegar þau Ingibjörg héldu áleiðis til Kaupmannahafnar seint um haustið var Jón vonsvikinn og reiður. Hann átti ekki eftir að koma aftur til íslands næstu sex ár. Arið 1861var skipuð opinber nefnd í Kaupmannahöfn sem átti að gera til- lögur um fjárhagslegan aðskilnað Danmerkur og íslands. Jón var skipaður einn nefndarmanna en fór allt aðrar leiðir en hinir nefndarmennirnir sem allir voru danskir. Hann byggði álit sitt í nefndinni á sögulegum rannsóknum og komst að þeirri niðurstöðu að Danir skulduðu íslendingum álitlegar upp- hæðir, aðallega vegna andvirðis seldra jarða, sem konungur hafði náð undir sig á liðnum öldum, og vegna arðs Dana af einokunarversluninni. En fram að þessu hafði það verið viðtekin skoðun að ísland væri fjárhagslegur baggi á danska ríkinu. Með þessum röksemdum skapaði Jón sjálfstæðisbaráttunni nýja vígstöðu sem íslendingar gátu trúað á og staðið við uppréttir án þess að bera kinnroða fyrir því að vera þurfamenn gagnvart Dönum. Það var hið mikilverða í tillögum hans. Krafan var kölluð reikningskrafan. Þegar Jón sótti loks þing aftur árið 1865 var honum fagnað sem endur- heimtri þjóðhetju. Samt varð hann að berjast hart fyrir því að fá meirihluta þingmanna til að fella stjórnarfrumvarp sem lá fyrir þinginu og gekk öndvert gegn reikningskröfunni. Honum tókst með einkasamtölum og fundahöldum úti í bæ að fá nokkra þingmenn ofan af stuðningi við frumvarpið sem varð til þess að það var fellt að lokum með 14 atkvæðum gegn 11. Var það talinn einhver mesti sigurinn á þingferli hans. Á þessum árum og allt fram til 1871 gekk hvorki né rak með að skil- greina þjóðréttarlega stöðu íslands eða fá botn í fjárhagsaðilnað landanna. Að lokum leiddist Dönum þófið og settu þeir einhliða lög sem skilgreindu stöðu íslands í ríkinu, svokölluð stöðulög. Upphafsorð þeirra hljóðuðu svo: „ísland er óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með sérstökum landsréttindum“. Jón Sigurðsson og meirihluti þingmanna töldu stöðulögin ekki rétt lögð fram formlega þar sem gengið var fram hjá Alþingi. Þau hleyptu líka illu blóði í marga íslendinga og ný róttæknialda fór um landið og meðal íslendinga í Kaupmannahöfn. Yfirleitt voru það bændur sem stóðu fastast að baki Jóns Sigurðssyni á Alþingi og var óformlegur flokkur hans ýmist kallaður Bændaflokkurinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.