Andvari - 01.01.2011, Page 29
andvari
JÓN SIGURÐSSON 1811-2011
27
sem Jón alltaf reykti. Síðan var framreitt púns, blandað í könnu, ljúffengt
en fremur veikt, að því er sumum þótti. Tókust þá fjörugar samræður en
hrókur alls fagnaðar var húsbóndinn, hvort sem hann talaði „eins og sá sem
vald hafði“ um íslensk stjórnmál eða miðlaði okkur hinum yngri mönnum af
hinum óþrotlegu fjársjóðum þekkingar sinnar í sögu íslands, bókmenntum
þess og málfræði eða hann kryddaði samtalið með græskulausu gamni.“
Og Björn M. Ólsen hélt áfram:
„Mér stendur hann enn í dag lifandi fyrir hugskotssjónum þar sem hann
sat fyrir borðsendanum, hallaði sér aftur í skrifborðsstólinn oig teygði frá sér
fæturna inn undir borðið, með flakandi vesti, í ljómandi hvítri ermaskyrtu og
með sloppinn hangandi niður beggja megin við stólinn með vindil í annarri
hendi en hina höndina oftast í buxnavasanum með bros á vör og í hýru skapi.“
A Alþingi 1877, því síðasta sem Jón sat, var hann orðinn veikur og ekki
nema skugginn af sjálfum sér, hann tók aldrei til máls allt þingið, var fjörlaus
og utan við sig. Það sem eftir lifði ævinnar var hann langtímum saman við
rúmið. Jón lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn 7. desember 1879 en Ingibjörg
lést tíu dögum síðar, 16. desember.
Þau höfðu óskað þess að hvíla í íslenskri mold og biðu kistur þeirra flutn-
ings til Islands til vors. Útför þeirra í Reykjavík fór fram 4. maí 1880 og var
nánast konungleg og sú langviðhafnarmesta sem fram hafði farið á íslandi til
þessa tíma. Hún var staðfesting á því stóra hlutverki sem Jón Sigurðsson hafði
gegnt fyrir íslenska þjóð.