Andvari - 01.01.2011, Page 32
30
GUNNAR KARLSSON
ANDVARI
Séra Þorkell á Reynivöllum var engin sjálfstæðishetja. Hann var fyrst
kosinn á Alþingi árið 1880, snerist gegn stjórnarskrárendurskoðun Benedikts
Sveinssonar og félaga hans árið 1885 og hvarf af þingi eftir það.3 Síðar sat
hann á Alþingi sem konungkjörinn þingmaður á árunum 1893-99, sem sýnir
að honum var treyst til að ganga ekki í lið með róttækum þjóðernissinnum.
Frásögn Þorkels af sjálfstæðisbaráttunni er ekkert sérstaklega innblásin af
íslenskri þjóðernishyggju heldur, og hefur einhverjum sjálfsagt ofboðið þegar
hann jafnaði þeim Hilmari Finsen og Jóni Sigurðssyni saman. Engu að síður
setur Þorkell forsetann ótvírætt á stall sem þjóðhetju og eins konar þjóðhöfð-
ingja. Hann var ekki fyrstur til að gera það því að íslendingar höfðu farið
að dýrka Jón eins og hetju löngu áður, jafnvel meðan hann var dökkhærður
maður á fertugsaldri.4 í fyrstu kosningunum til Alþingis, árið 1844, fékk
Jón hæst hlutfall atkvæða af ölium þingmönnum, 96%.5 Hann hafði þannig
markað sér sérstöðu í íslensku samfélagi strax í upphafi stjórnmálaferils síns.
En það var séra Þorkell sem skrifaði hann inn í kjarna íslandssögunnar, það
sem stundum er kallað kanón á grannmálum okkar.
II
Fordæmi séra Þorkels var fylgt dyggilega næstu áratugi í nýjum bókum og
hlutur Jóns Sigurðssonar aukinn fremur en hitt. Næsta íslandssöguágrip á
prenti var eftir Halldór Briem, þá kennara við Möðruvallaskóla. Það kom
út árið 1903 og var heldur minna en ágrip Þorkels en nauðalíkt að efni og
skipulagi. Þar er til dæmis ekki farið lengra í tíma en til 1874, þótt fast að þrír
áratugir væru liðnir síðan þegar bókin kom út. Hér er Jón Sigurðsson kynntur
til sögu strax í tengslum við þá hreyfingu sem spratt af júlíbyltingunni í
Frakklandi 1830. Síðan er hann nefndur þrásinnis í frásögn af átökunum um
stjórnskipun íslands, starf hans í fjárhagsnefndinni 1861, þar sem greint er
nákvæmlega frá fjárkröfum Jóns, og sagt frá ávarpi Þingvallafundar 1874 til
hans, alveg eins og í bók Þorkels. Andlát Jóns er dagsett, og loks í umfjöllun
um fræðimennsku sagt: „í sagnafræði má fremstan telja Jón Sigurðsson.
Hann skrifaði margar ritgjörðir, bæði í Ný Fjelagsrit og víðar, hverja annari
fróðlegri og rækilegri .. .“6
Líkt fara þeir að í næstu íslandssögunámsbókum Bogi Th. Melsteð, í kveri
sem kom út þrisvar á árunum 1904-14,7 og Jónas Jónsson frá Hriflu, í bók sem
átti eftir að nýtast íslenskum skólabörnum í eina sjö áratugi.8 Bogi eykur nokk-
uð á beint hól um Jón og ekki laust við að hann gerist svolítið mærðarfullur:9
Þekking hans varð einnig landinu að meira gagni en þekking annara manna, bæði af
því að hann elskaði landið og velferð þess, og af því að hugur hans var svo hreinn og
\