Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2011, Page 34

Andvari - 01.01.2011, Page 34
32 GUNNAR KARLSSON ANDVARI aði á vegum skólarannsóknadeildar menntamálaráðuneytisins, undir forystu Wolfgangs Edelstein, 1981, kom út heilt hefti eftir Lýð Björnsson með titlinum Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbaráttan. Þar er Jón jafnvel í enn miðlægara hlutverki en í eldri námsbókum. Sjö árum síðar sendi undirritaður frá sér hefti um íslenska stjórnmálasögu 19. og 20. aldar handa unglingum, Sjálfstœði íslendinga III, og þar er kaflaheitið „Jón Sigurðsson og upphaf sjálfstæðis- baráttu“. Samkvæmt nafnaskrá er Jón nefndur ekki aðeins á hverri blaðsíðu þess kafla, 21-27, heldur á ellefu blaðsíðum síðar í bókinni.14 Ekki sé ég að þar kveði á nokkurn hátt við nýjan tón í túlkun höfundar á sögulegu hlutverki Jóns. í nýjustu barnanámsbókinni í íslandssögu, eftir Hallgerði Gísladóttur og Helga Skúla Kjartansson, er kafli með heitinu „Öld Jóns Sigurðssonar“.15 Ætli honum hafi nokkru sinni áður verið gert eins hátt undir höfði í yfirlitsbók? III Þegar Jón Sigurðsson var leiddur inn í íslandssöguna var engin skýr aðgrein- ing á grunnskólastigi og framhaldsskólastigi. Umfangsins vegna virðist Ágrip séra Þorkels Bjarnasonar dæmigerð barnanámsbók En upp úr aldamótum 1900 voru skólapiltar í Lærða skólanum í Reykjavík „látnir hlaupa lauslega yfir [hana] ... undir burtfararpróf.“ Og var það þá eina Islandssögunám þeirra.16 Þó kýs ég að líta á alþýðufyrirlestra Jóns Jónssonar Aðils, sem komu út í bók með titlinum íslenzkt þjóðerni árið 1903, sem upphafið að fram- haldsskólanámsbókum í Islandssögu. Þetta var í raun söguyfirlit í tímasniði á rúmlega 260 blaðsíðum, og sjálfstæðisbaráttusagan á tíma Jóns Sigurðssonar fyllir þar um tólf blaðsíður.17 Fyrirlestrarnir voru haldnir og bókin gefin út á tímum blómstrandi þjóðernishyggju og hugsjónapólitíkur á íslandi eftir að hagsýn sjónarmið höfðu ráðið ríkjum á árunum í kringum aldamótin og birst skýrast í málamiðlunarstefnu Valtýs Guðmundssonar í sjálfstæðismálinu. Landvarnarhreyfing var að spretta upp, ungmennafélagshreyfing á næstu grösum. Þessi viðhorf einkenndu mjög söguna sem Jón Aðils sagði, enda fór hann ósparlega með upphafningu á Jóni forseta. Dæmi:18 Ef menn ættu í fljótu bragði að tilnefna þann eiginlegleika, sem þeir álitu nauðsyn- legastan og mest ómissandi þeim manni, sem vill gerast leiðtogi heillar þjóðar, þá er við því búið, að svarið yrði nokkuð misjafnt, því sitt sýnist hverjum í því efni. Sumir mundu vafalaust taka fjör og áhuga fram yfir alt annað, aðrir viljaþrek og enn aðrir sálarþroska og hagsýni. Þessir kostir allir, og margir fleiri að auki, voru sameinaðir hjá Jóni Sigurðssyni. Hjá honum var eldfjör og áhugi samfara gætni og stillingu, einbeittur vilji samfara pólitískum þroska og hagsýni, og brennandi ættjarðarást og framfaraþrá samfara djúpri og víðtækri þekkingu. Þetta alt hvað með öðru gerði hann að óvið- jafnanlegum leiðtoga í sjálfstæðisbaráttunni og um leið að einhverjum þeim mikil- hæfasta manni, sem Island hefur nokkru sinni átt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.