Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2011, Side 37

Andvari - 01.01.2011, Side 37
andvari FORSETINN í SÖGURITUN ÍSLENDINGA 35 nú.“ „Kjarni lýðræðis er, eins og Jón Sigurðsson sagði ,..“26 Hér segir ekkert beint um að það hafi verið snjallt eða mikilvægt fyrir góðan málstað að koma auga á tækifærið eða leggja grunn að sjálfstæðisbaráttu, né að það vitni um mikilleik manns að talað hafi verið um hann af virðingu eða að vitnað sé til hans um eðli lýðræðis. En auðvitað er gert ráð fyrir að lesendur álykti að svo sé. Breytingarnar á framsetningu efnisins frá dögum Jóns Aðils stafa af nýrri kennslufræði fremur en nýrri afstöðu til söguhetjunnar. Síðustu framhaldsskólabækur okkar, íslands- og mannkynssaga NB II eftir Gunnar Þór Bjarnason og Margréti Gunnarsdóttur og Nýir tímar eftir Gunnar Karlsson og Sigurð Ragnarsson, halda þessari stefnu í meginatriðum. Þær innihalda að vísu minna efni um þjóðarleiðtogann en eldri bækur. í íslands- og mannkynssögu NB getur hann varla talist aðalpersóna nema á 13 blað- síðum,27 í Nýjum tímum á 16.28 En samdrátturinn stafar af því að grunnnám í sögu var skorið verulega niður í nýrri námsskrá framhaldsskólanna árið 1999. IV Yfirlitssöguritun fyrir almenning, háskólanema eða sérfræðinga náði lengi lítt til Jóns Sigurðssonar. í stórvirki Menntamálaráðs og Þjóðvinafélags, Sögu Islendinga, kom hann í hlut Jónasar Jónssonar frá Hriflu og var ætlaður stór hlutur. Attunda bindi ritsins bar titilinn Tímabilið 1830-1874. Fjölnismenn og Jón Sigurðsson. En Jónas fyllti 440 blaðsíðna bindi áður en kom að stjórn- málasögu tímabilsins og gaf það út sem fyrri hluta bindisins árið 1955. Þar er fjallað um fræðistörf Jóns og útgáfu Nýrra félagsrita á einum 38 blaðsíðum,29 on ekki komið að meginhlutverki hans. Síðari hluti bindisins kom aldrei út, svo að átakanleg eyða stóð eftir þar sem sjálfstæðisbarátta Jóns Sigurðssonar hafði átt að koma. Er engu líkara en að mælskukappinn Jónas hafi orðið orðlaus. Mér er tjáð að Þórarinn Þórarinsson ritstjóri hafi haft það eftir Jónasi í sjónvarpsþætti árið 1989 að hann ætti erfitt með að fjalla um Jón vegna þess að hann sæi engan galla á honum. Þórarinn mun hafa bætt því við að það hafi hann ekki gert vegna þess að Jón hefði haft sömu galla og Jónas sjálfur. A næstu áratugum eftir að hætt var að gefa Sögu íslendinga út var lítið um yfirlitssöguritun um íslandssögu. Slíkt rit sem náði yfir tímabil Jóns kom Varla nokkurt út fyrr en Björn Þorsteinsson, Bergsteinn Jónsson og Helgi Skúli Kjartansson skrifuðu Islandssögu í einu bindi sem kom fyrst út í danskri þýðingu árið 1985 og síðan aukin á íslensku 1991. í íslensku gerðinni skrifaði Björn Þorsteinsson söguna fram til 1904 en Bergsteinn Jónsson þaðan til loka.30 Þessi bók er laus við persónudýrkun, og þar er ekki komið hið minnsta vjð á heimili Jóns forseta. Ekki er hann heldur ausinn mærð í bókinni. Hins Vegar má nota hana sem sýnidæmi um hvernig þjóðhetju er gjarnan á annan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.