Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2011, Page 39

Andvari - 01.01.2011, Page 39
andvari FORSETINN í SÖGURITUN ÍSLENDINGA 37 því fram að eitthvað sé rangt eða óviðeigandi við að fara svona að heldur til að sýna leið til að skapa meiri háttar söguhetju, líklega ekki síðri en þá að hlaða lofi á hana. Það verður svo að vera hlutverk hvers höfundar að meta hverjir verðskulda það að verða meiri háttar söguhetjur. Síðasta stóra yfirlitsritið um íslandssögu á athafnatímabili Jóns Sigurðs- sonar er níunda bindi af Sögu íslands sem kom út árið 2008. Þar heldur hann enn stöðu sinni, er nefndur á 60 blaðsíðum samkvæmt nafnaskrá, á fimm síðum í bókarhlutanum sem nær til 1830, á 50 síðum í kaflanum um almenna Islandssögu 1830-74 og fimm í bókmenntasögukafla.35 Varla mun þar brydda verulega á nýrri túlkun á söguhetjunni. V Þegar kemur að fræðiritum þar sem saga Jóns Sigurðssonar er könnuð í þrengra samhengi hefur þegar verið nefnt greinasafn um hann í Skírni árið 1911. Annars er varla ástæða til að byrja fyrr en með fimm binda ævisögu hans eftir Pál Eggert Ólason sem kom út á árunum 1929-33, samtals 2.311 blaðsíður. Ef eitthvað hefur verið farið að draga úr hóli manna eins og Jóns Aðils um söguhetjuna ber ekkert á því hjá Páli Eggert. Hér er stunduð feimnislaus hetjudýrkun. í aðfaraorðum fyrsta bindis má lesa þetta:36 Þeir menn einir, sem ótrauðir eru og kvíðalausir, geta hrundið nokkuru áleiðis, og ef þeir eru framsýnir með forsjá, verða þeir sem vitar, er birtu bera, svo vítt sem tekur ljósmagn þeirra. Það er gifta hvers þjóðfélags að eign sem flesta slíkra þegna. Ef þessir kostir eru samfara miklu viti, víðtækri þekkingu, ríkri þjóðhollustu, góðgirni og drengskap, þá lýsir þar sem af kyndli alþjóð allri samtímis og síðan, því að það er eðli sannra mikilmenna, að gagn stendur af þeim eigi öld þeirra einni, heldur einnig óbornum kynslóðum. Þeir menn eru afreksmenn, sem hefjast upp úr öld sinni og benda þjóð eða þjóðum á leiðir til framfara og umbóta. Á þeim hvílir forsjá mannkyns. Þeir kippa þjóðum fram um set. Þeir valda aldahvörfum. Víst leikur það ekki á tveim tungum, að Jón Sigurðsson var einn slíkur afreksmaður þjóð sinni. Síðasta bindinu lýkur á Niðurlagsorðum.37 Þau hefjast á orðunum: „Þá höfum vér að hinztu hvíldum fylgt ferli þess manns, er mikilhæfastur hefir verið allra þeirra, er þjóðmálum hafa sinnt á íslandi, að fornu og nýju.“ Hér má líka lesa þessa staðhæfingu: Afreksmenn eru seint lofaðir um skör fram. Og þessi maður verður aldrei oflofi borinn; jafnvel öfundsjúkir menn og illgjarnir munu seint voga að láta til sín heyra, að þeir sjái eftir sannmæli um hann, þótt ekki væri vegna annars en hagsmuna sjálfra þeirra. Því mun ritað verða um þann mann öld eftir öld, meðan íslendingar halda þjóðerni sínu og meðan þeir muna, að á honum hvílir þjóðartilvera þeirra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.