Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2011, Page 42

Andvari - 01.01.2011, Page 42
40 GUNNAR KARLSSON ANDVARI gögnum um efnið hafi verið fargað, en ekkert bendir til að Jón hafi gert það heldur menn sem vildu hreinsa minningu hans.51 Athyglisvert er líka 62 blaðsíðna langt æviágrip Jóns Sigurðssonar eftir Sverri Jakobsson sem birtist sem inngangur að greinasafni Jóns 1994. Þar má glöggt greina áhrif frá gagnrýninni afstöðu til þjóðernishyggju íslendinga sem hefur gætt mikið í íslenskri sagnfræði síðustu áratugi. Þrátt fyrir ein- dregna aðdáun á Jóni er Sverrir óhræddur við að ræða viðkvæm mál og tekur stundum hispurslaust til orða. Til dæmis segir hann frá sögum um að Danir hafi látið Jón gjalda stjórnmálabaráttu sinnar með því að standa í vegi fyrir starfsframa hans. í máli Sverris er þetta „sagan af píslarvætti Jóns“, og hann segir að Jón geri sjálfur mikið úr andstöðu Dana við sig persónulega. Ekki vantaði heldur að íslendingar væru fúsir til að trúa öllu illu um Dani í þessu efni. Það styrkti stöðu Jóns að vera álitinn píslarvottur á íslandi en þó að það sé vissulega rétt að stjórnmálastefna Jóns mætti harðri andstöðu í Danmörku leiddi sú andstaða aldrei til persónulegra ofsókna gegn honum.52 Á árunum 2002-03 kom loksins út ný meiri háttar ævisaga Jóns Sigurðssonar, eftir Guðjón Friðriksson, í tveimur bindum, 1.200 blaðsíður samtals. Þótt hér sé reist á rækilegri frumheimildakönnun og vísað skilmerkilega til heimilda er rit Guðjóns fyrst og fremst almenningslesefni, og mesta nýjung hans er í frásagnaraðferð. Hann grípur þannig iðulega til þess, sem hefði þótt fráleitt á dögum Páls Eggerts en hefur tíðkast talsvert síðustu áratugi, að sviðsetja atburði án þess að hafa beinlínis efni í sviðsetningu úr heimildum. Hér er eitt lítið dæmi: Árið eftir andlát Jóns birti Eiríkur Briem grein um ævi hans í Andvara. Þar segir:53 „Vorið 1811 er mælt, að Sigurður prestur hafi eitt sinn verið staddur á ferð; kom þá sendimaður til hans heiman að, og sagði honum, að kona hans væri lögzt á sæng; reið hann þá heim svo hvatlega, að sam- ferðamaður hans gat eigi fylgt honum ...“ Ekki kemur einu sinni fram hvar Sigurður var á ferð. Þótt Guðjón vísi ekki til þessarar heimildar hlýtur hún að vera fóturinn fyrir sviðsettri lýsingu hans á fyrstu meginmálsblaðsíðu fyrra bindis. Þar er byrjað á að segja frá hreysti karlmanna í Arnarfirði og síðan haldið áfram: Einn af þeim er á ferð um innanverðar Baulhúsaskriður, veðurbarinn og saltbólginn í andliti. Fjallið þarna er ein urð frá efstu eggjum og niður í sjó. Hann er á slóð sem hlykkjast skammt ofan sjávarmáls og í fjörunni, slóð sem sauðfé, hestar og menn hafa fetað um aldir. Ýmist hottar hann á reiðskjóta sinn eða ber fótastokkinn. Honum liggur bersýnilega á þó að varla sé hægt að fara nema fetið um þessa mjóu götu í urðinni. Brátt er upplýst að maðurinn er séra Sigurður Jónsson á Hrafnseyri á leið heim til sín úr verstöð 17. júní 1811 af því að honum hafa verið borin þau boð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.