Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2011, Page 43

Andvari - 01.01.2011, Page 43
andvari FORSETINN í SÖGURITUN ÍSLENDINGA 41 að kona hans sé lögst á sæng.54 Þannig leitast Guðjón víða við að blása lífi í stuttorðar og stopular heimildir. En burtséð frá frásagnartækni er ævisaga Guðjóns mjög í stíl við það sem hefur komist á í námsbókum og yfirlitsritum síðan á fyrri hluta 20. aldar, að lofgerðin um söguhetjuna er horfin án þess að nokkuð sé verið að rífa hana niður. Gott dæmi um aukið hispursleysi í frásögn af viðkvæmum efnum höfum við í frásögn af veikindum Jóns á fyrri hluta árs 1840. Páll Eggert sagði frá þeim í riti sínu án þess að giska á hvað hefði gengið að Jóni, segir þó að hann hafi kennt brjóstveiki árið 1835 og gefur þannig í skyn að hann hafi legið í berklum.55 Á árunum 1945-46 kom út í einu bindi útdráttur úr fimm binda verki Páls Eggerts. Þar segir á alveg sama hátt frá þessum veikindum Jóns. En 1 athugasemd aftan við meginmál bókarinnar stendur þetta:56 Á bls. 52 ræðir um veikindi Jóns Sigurðssonar árið 1840. Nýlega er komið í lands- bókasafnið bréfasafn Gísla læknis Hjálmarssonar, eins bezta vinar Jóns Sigurðssonar. Þar eru bréf frá Jóni Sigurðssyni til Gísla (varðveitt í Lbs. 2789, 4to.). Af bréfi Jóns til Gísla, dags. 8. sept. 1840, má sjá það, að Jón hefir legið rúmfastur þangað til í júlíbyrjun 1840, eða nálega misseri. Segist Jón í þessu bréfi hafa heyrt „miklar sögur“ af því, að veikindi sín væru erfiður kynsjúkdómur, eins og pískrað hefir verið síðan. Bréfið sjálft lýsir þetta ósannindi. Þar segir Jón: „Það gleður mig samt, að þeir, sem mér þykir mest undir komið, trúa því ekki, stúlkan mín (þ. e. Ingibjörg Einarsdóttir) og byskupinn (þ. e. Steingrímur Jónsson), og mega þá hinir „plúðra“ (þ. e. þvaðra) eins og þeir vilja, hvort eg get nokkurn tíma sannfært þá um lygina eða ekki“. - Með þessu er þá sá orðrómur kveðinn niður eftir 106 ár. Síðar hefur komið í ljós að í þessu sama bréfi lýsir Jón lækningum sem hann hafi gengist undir. Ólíklegt er annað en að Páll Eggert hafi kannast svo vel við sárasóttarlækningar að hann áttaði sig á því að lýsingin á lækningum Jóns komi ekki heim við margt annað en sárasótt. Það efni hlýtur að hafa verið hl umræðu meðal íslenskra menntaskólanema og stúdenta þegar Páll Eggert var á þeim aldri. Hann virðist því hafa kosið að halda leyndri vitneskju um sjúkdóm Jóns. En Guðjón Friðriksson segir berum orðum frá honum. Að vísu Segir hann á einum stað: „Ef Jón hefur verið með sárasótt ...“ og hann tekur fram að sóttin geti smitast með kossum, annars konar snertingu og jafnvel af kamarsetum. Annars staðar segir Guðjón: „Hann er augsýnilega kominn nieð kynsjúkdóm .. ,“57 Þótt litlu máli skipti í þjóðarsögu hvað hrjáði Jón er munurinn á afstöðu höfundanna athyglisverður. VII Áð sjálfsögðu hefur talsvert verið komið inn á framlag Jóns Sigurðssonar til lslensks samfélags í öðrum fræðiritum en yfirlitsritum og ævisögum hans
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.