Andvari - 01.01.2011, Page 43
andvari
FORSETINN í SÖGURITUN ÍSLENDINGA
41
að kona hans sé lögst á sæng.54 Þannig leitast Guðjón víða við að blása lífi
í stuttorðar og stopular heimildir. En burtséð frá frásagnartækni er ævisaga
Guðjóns mjög í stíl við það sem hefur komist á í námsbókum og yfirlitsritum
síðan á fyrri hluta 20. aldar, að lofgerðin um söguhetjuna er horfin án þess að
nokkuð sé verið að rífa hana niður.
Gott dæmi um aukið hispursleysi í frásögn af viðkvæmum efnum höfum
við í frásögn af veikindum Jóns á fyrri hluta árs 1840. Páll Eggert sagði frá
þeim í riti sínu án þess að giska á hvað hefði gengið að Jóni, segir þó að hann
hafi kennt brjóstveiki árið 1835 og gefur þannig í skyn að hann hafi legið í
berklum.55 Á árunum 1945-46 kom út í einu bindi útdráttur úr fimm binda
verki Páls Eggerts. Þar segir á alveg sama hátt frá þessum veikindum Jóns. En
1 athugasemd aftan við meginmál bókarinnar stendur þetta:56
Á bls. 52 ræðir um veikindi Jóns Sigurðssonar árið 1840. Nýlega er komið í lands-
bókasafnið bréfasafn Gísla læknis Hjálmarssonar, eins bezta vinar Jóns Sigurðssonar.
Þar eru bréf frá Jóni Sigurðssyni til Gísla (varðveitt í Lbs. 2789, 4to.). Af bréfi Jóns til
Gísla, dags. 8. sept. 1840, má sjá það, að Jón hefir legið rúmfastur þangað til í júlíbyrjun
1840, eða nálega misseri. Segist Jón í þessu bréfi hafa heyrt „miklar sögur“ af því, að
veikindi sín væru erfiður kynsjúkdómur, eins og pískrað hefir verið síðan. Bréfið sjálft
lýsir þetta ósannindi. Þar segir Jón: „Það gleður mig samt, að þeir, sem mér þykir mest
undir komið, trúa því ekki, stúlkan mín (þ. e. Ingibjörg Einarsdóttir) og byskupinn (þ.
e. Steingrímur Jónsson), og mega þá hinir „plúðra“ (þ. e. þvaðra) eins og þeir vilja, hvort
eg get nokkurn tíma sannfært þá um lygina eða ekki“. - Með þessu er þá sá orðrómur
kveðinn niður eftir 106 ár.
Síðar hefur komið í ljós að í þessu sama bréfi lýsir Jón lækningum sem hann
hafi gengist undir. Ólíklegt er annað en að Páll Eggert hafi kannast svo vel
við sárasóttarlækningar að hann áttaði sig á því að lýsingin á lækningum Jóns
komi ekki heim við margt annað en sárasótt. Það efni hlýtur að hafa verið
hl umræðu meðal íslenskra menntaskólanema og stúdenta þegar Páll Eggert
var á þeim aldri. Hann virðist því hafa kosið að halda leyndri vitneskju um
sjúkdóm Jóns. En Guðjón Friðriksson segir berum orðum frá honum. Að vísu
Segir hann á einum stað: „Ef Jón hefur verið með sárasótt ...“ og hann tekur
fram að sóttin geti smitast með kossum, annars konar snertingu og jafnvel
af kamarsetum. Annars staðar segir Guðjón: „Hann er augsýnilega kominn
nieð kynsjúkdóm .. ,“57 Þótt litlu máli skipti í þjóðarsögu hvað hrjáði Jón er
munurinn á afstöðu höfundanna athyglisverður.
VII
Áð sjálfsögðu hefur talsvert verið komið inn á framlag Jóns Sigurðssonar til
lslensks samfélags í öðrum fræðiritum en yfirlitsritum og ævisögum hans