Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2011, Side 50

Andvari - 01.01.2011, Side 50
48 SVERRIR JAKOBSSON ANDVARI tæplega 18 ára gamall. Um heimanám Jóns eru til nokkrar heimildir, t.d. stílabók með latneskum og dönskum stílum sem hann hefur ritað og faðir hans væntanlega sett honum fyrir. Má af henni sjá að Jón hefur fengið ágæta þjálfun í þýðingu yfir á þessi tungumál.1 Þá er til glósubók Jóns þar sem hann hefur ritað skýringar við Apomnemoneumata eftir Xenofón.2 Líklega hefur Jón notið þess fremur en goldið að vera í einkakennslu föður síns í klassískum málum. Jón Sigurðsson hélt svo til háskólanáms í Kaupmannahöfn 1833. Eftir eins vetrar nám tók hann forspjallspróf (examen philologico-philosophicum) í níu greinum og hlaut ágætiseinkunn í þremur greinum, latínu, grísku og sagn- fræði, en 1. einkunn í öðrum. I kjölfarið hóf hann háskólanám í æðri málfræði (philologicum magnum) en afar sjaldgæft var að íslendingar legðu stund á slíkt nám.3 Það nám var einkum miðað við að þeir sem lykju því gætu kennt í latínuskólum og hefur metnaður Jóns Sigurðssonar staðið til þess á þessum tíma. Raunar kom tvisvar til álita að Jón yrði rektor lærða skólans í Reykjavík, árin 1850 og 1872. Arið 1850 stakk Trampe stiftamtmaður upp á honum í það embætti ef Sveinbjörn Egilsson segði af sér (sem ekki varð þó fyrr en 1851) og freistaði það Jóns nokkuð að sjá til þess að skólinn yrði „nokkuð bættur“.4 Hann varð þó ekki rektor heldur Bjarni Jónsson sem hafði það umfram Jón að hafa lokið hinu æðra málfræðiprófi. Árið 1872 sótti Jón svo um rektors- embætti eftir fráfall bróður síns, Jens Sigurðssonar, en gerði sjálfur ráð fyrir að Jón Þorkelsson yrði ráðinn, sem og varð.5 Jón stundaði námið af kostgæfni árin 1834-1839 en virðist hafa slegið slöku við eftir það og lauk aldrei prófi. Mesta áherslu lagði hann á sögu og latínu en einnig á grísku og heimspeki. Námið fólst í fyrirlestrum kennara sem nemendur leituðust við að skrifa upp orðrétt þannig að eftir veturinn áttu þeir kennslubók ritaða með eigin hendi. Þannig ritaði Jón upp fyrirlestra Madvigs í latínu, Brpndsteds í grísku, Werlauffs í sagnfræði og Mpllers í heimspeki, en aðra hefur hann látið rita fyrir sig, t.d. fyrirlestra F.C. Petersens um listir og goðafræði.6 Sem dæmi um efni af þessu tagi sem varðveist hefur með hendi Jóns Sigurðssonar er „Kilderne til Danmarks Historie kritisk behandlede af Etatsraad og Professor Werlauff 1836“. Þar segir Werlauff frá samtíma- heimildum um sögu Dana frá dögum Prokopiosar á 6. öld og fram til Saxos í byrjun 13. aldar. Werlauff er undir greinilegum áhrifum frá hinum gagnrýna þýska skóla og ræðir bæði handrit, útgáfur og heimildargildi einstakra rita.7 Minna kvað hins vegar að sjálfstæðum verkefnum eða æfingum. Þó hafa varðveist skýringar Jóns við kvæði Hórasar, með athugasemdum kennara, og eru þá heimild um slíka verkefnavinnu.8 Söguáhugi Jóns leiddi hann frá Grikklandi og Rómaveldi hinu forna til annarra viðfangsefna þar sem þörfin fyrir sjálfstæðar athuganir og frumrann- sóknir var mikil, en það var saga Norðurlanda á miðöldum. Hér má taka fram
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.