Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2011, Side 54

Andvari - 01.01.2011, Side 54
52 SVERRIR JAKOBSSON ANDVARI skattgjaldsmátanum, og þaraðauki í löggjöf og viðskiptum við aðrar þjóðir. Stjórnina sjálfa fela þeir á hendur einum manni til meðferðar um styttri eður lengri tíma, t. a. m. einsog Islendíngar kusu lögsögumann, á sá einkum að annast að vilja þjóðarinnar verði framgengt (framkvæmdarvaldið), en hann er skyldur að gjöra þjóðinni grein á aðgjörðum sínum.20 Eins og sjá má af þessu, notar Jón „hina fornu íslendinga“ sem fyrirmynd og heldur mjög á lofti afrekum Islendinga á fyrstu öldum byggðar, allt frá landnámi, því allt er jafn-aðdáanlegt: á aðra hönd kjarkurinn, að láta ekki kúgast af ræníngjanum Haraldi enum hárfagra; áræðið, að voga sér með öllum sínum á litlum skipum út á reginhafið, og þekkja þó ekki til leiðsagnar nema nokkrar stjörnur eða blótaða hrafna; og dugnaðurinn, að leggja undir sig svo mikið land sem Island er, og rækta það með þeim forvirkjum sem enn sér merki í dag, eptir svo margra alda niðurnýðslu, og síðan að taka sér Grænland og nokkurn hluta Vesturálfu, en halda þó jafnframt samgaungum við ættfrændur sína í Norvegi, Danmörku, Svíþjóð, á Englandi, írlandi, Orkneyjum og Skotlandi.21 Jón ræðir Alþingi íslendinga sérstaklega og bendir á að „á íslandi réðu jafnan höfðíngjar mestu á þinginu, þó alþýða samþykti það sem úrskurðað var“.22 Hann rifjar svo upp mannkosti ýmsra kappa á söguöld en dvelur sérstaklega við Einar Þveræing og aðvörunarorð hans gegn Noregskonungi, sem rakin eru í Heimskringlu, og lofar Jón íslendinga fyrir að hlusta á þau og hafna til- boðum konungs. „Einurð þessi er því merkilegri, sem margir metorðamenn af Islandi voru vel látnir af konúnginum, en mönnum er jafnan hætt við að blanda saman sínum málefnum og þjóðarinnar, einsog raun varð á síðan.“23 A hinn bóginn telur hann að landstjórn hafi síðar farið „mjög versnandi, með ofríki klerkavaldsins og vélum konúngdómsins“.24 Þessi söguskoðun einkennir skrif Jóns um alþingi síðar, en í Nýjum félagsritum dregur hann þó fram ýmis gagnrýniverð atriði við forna stjórnskipan íslendinga, t.d. skort á framkvæmdarvaldi, yfirgang goðanna við þingmenn sína og kaupmenn og „hversu þeir smokkuðu sér undan öllu tíundargjaldi og létu allt lenda á enum fátækari11.25 í grein sinni „Um skóla á íslandi“ sem birtist í Nýjum félagsritum 1842 rekur Jón skólasögu Islendinga og bendir á að „hinn eiginligi lærdómur kom fyrst með kristniboðinu, því það kom utanað og var, allrasízt einsog það var þá, svo lagað, að það væri Norðmönnum að öllu viðfeldið“.26 Þó telur hann að menntun Islendinga fyrstu aldirnar skari langt „framúr mentun hinna annarra norðurlanda að andligu fjöri og krapti, svo að Islendíngar voru þeir einu, sem tókst að gjöra bókmentirnar, einsog þær voru þá, innlendar, og hafa þær til stofns svo mörgum ágætum verkum sem æ munu uppi vera“. Rekur hann dæmi um menntun Islendinga á 11. og 12. öld og telur jákvætt að þá voru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.