Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2011, Page 66

Andvari - 01.01.2011, Page 66
64 SIGURÐUR PÉTURSSON ANDVARI ekki sendur burt í skóla 15-16 ára gamall líkt og margir af hans standi og var raunar hlutskipti allra Vestfirðinga sem sóttu langskólanám langt fram á á 20. öld, þar til þeir fengu sinn eigin menntaskóla árið 1970. Séra Sigurður á Rafnseyri kenndi Jóni syni sínum undir stúdentspróf heima. Þannig fékk Jón að eyða unglingsárum sínum vestra og gekk þá til vinnu með heimilis- fólki bæði á landi og sjó. Meðal annars stundaði hann sjóróðra úr Verdölum utan við Selárdal, vestast í Arnarfirði. Unglingsárin eru mótunartími og Arnfirðingurinn Jón hlaut að drekka í sig aðstæður í landbúnaði, sjávarútvegi og verslun á þessum tíma. Annars fer litlum sögum af því að hann hafi farið út fyrir sína heimasveit, fyrr en hann fór átján ára gamall suður til Reykja- víkur til að taka stúdentspróf utan skóla. Segja má að þá hafi hann slitið strenginn við æskustöðvar sínar, því hann kom ekki aftur til heimahaganna fyrir vestan fyrr en 16 árum síðar. Og þá aðeins sem gestur. Jón Sigurðsson bjó í fjögur ár í Reykjavík kringum tvítugsaldurinn, þar til hann sigldi til náms í Kaupmannahöfn árið 1833, 22 ára gamall. Á Reykjavíkurárunum starfaði hann fyrst sem verslunarþjónn og síðar sem skrifari biskups. Frá því hann sigldi til Hafnar bjó hann í höfuðborg danska ríkisins, allt til endadægurs 1879 og kom aðeins til íslands annað hvert sumar til að sitja þing frá árinu 1845, að undanteknum nokkrum skiptum þegar hann sat sem fastast í borginni við Sundið. Alþingismaður ísfirðinga kom ekki oft í kjördæmið, aðeins tvisvar svo óyggjandi sé. Og er þá spurningu súgfirska þingmannsins í upphafi greinarinnar svarað. Alþingismaður Isfirðinga Jón Sigurðsson vakti fyrst athygli meðal almennings á íslandi þegar hann hóf að gefa út tímaritið Ný félagsrit árið 1841, í félagi við nokkra landa sína sem bjuggu í Kaupmannahöfn við nám og störf. Ný félagsrit komu út einu sinni á ári, í bókarstærð, 150-180 síður hvert hefti. Þau komu út síðla vetrar og fluttu landsmönnum boðskap sinn með vorskipum. Upplagið var 600-800 eintök1, en kaupendur losuðu 500 á landinu öllu. Mörg eintök gengu manna á milli, voru lesin á fleiri en einu heimili og jafnvel í heilu lestrarfélögunum. Auk þess að skrifa í Félagsritin vakti Jón athygli fyrir greinar sem hann skrifaði um málefni íslands í dönsk blöð. Þar deildi hann bæði á íslenska og danska embættismenn og einnig danska kaupmenn. Vakti þetta tiltæki bæði athygli og jafnframt nokkra aðdáun, því óvenjulegt var að ungur menntamaður tæki sér þannig stöðu, sem minnkaði líkur hans á að komast til embætta í stjórn- kerfinu. I Nýjum félagsritum átti Jón Sigurðsson oftast burðargrein hvers árgangs. I fyrsta árganginn 1841 ritaði hann ítarlega grein um kröfu íslendinga um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.