Andvari - 01.01.2011, Side 73
andvari
JÓN SIGURÐSSON OG VESTFIRÐINGAR
71
í aðdraganda kosningarinnar varð hinsvegar nokkur umræða um kostnað
sem fylgdi Alþingi og að Jón Sigurðsson væri dýrasti þingmaðurinn, því hann
fengi fargjald og dagpeninga hærri en aðrir, vegna þess að hann kæmi alla
leið frá Kaupmannahöfn. Meðal annars gengu um þetta bréf og samþykktir
frá bændum í Auðkúluhreppi og sást jafnvel sú skoðun að Jón væri ómagi
á þjóðinni. Jóni varð nokkuð um þegar hann fékk fréttir af þessu og ræddi
jafnvel þann möguleika að draga sig í hlé. Ekki varð af því og ekkert varð
af samblæstri gegn Jóni fyrir kosninguna. Þeir sem ekki vildu styðja hann,
hafa haldið sig heima. Hvort það er til marks um óánægju er svo^ sem ekki
öruggt, en staðreynd er að engir kjósendur komu á kjörfund á Isafirði úr
Auðkúluhreppi og aðeins fjórir úr Dýrafirði. Aðeins 51 kjósandi mætti á kjör-
stað af 354 á kjörskrá, eða 14,4%. A landinu öllu var kjörsókn 46%. Jón var
kosinn fulltrúi ísfirðinga ásamt ötulum stuðningsmanni sínum, séra Lárusi
M. Johnsen presti í Holti í Önundarfirði. Áhugaleysið gæti líka tengst því að
flestir töldu víst hvernig kosningin færi. Það gæti líka verið merki um breyttar
áherslur, að nú var sagt að sýslumaðurinn Magnús Gíslason hefði haldið Jóni
mjög fram.21
Þetta var ekki í eina skiptið sem Jón óttaðist um stöðu sína gagnvart
kjósendum vestra. Vinir hans, bæði í ísafjarðarsýslu, við Breiðafjörð og
á Ströndum, stóðu vaktina fyrir hann, hleruðu bændur og embættismenn,
vöruðu Jón við og stöppuðu í hann stálinu. Allt eftir því sem þurfti. Og sendu
honum jafnvel fjárframlög, líkt og gerðist eftir þjóðfundinn 1851 og aftur
1866 eða lánuðu honum peninga sem ekki var gengið eftir að innheimta,
h'kt og Ásgeir Ásgeisson eigandi Ásgeirsverslunar.22 En áhugaleysi bænda er
greinilegt. Við alþingiskosninguna í september 1852 mættu níu og af þeim
kusu átta Jón Sigurðsson.
Þegar kom að koningum 1859 hafði Jón lent í mótbyr bæði í kjördæminu
vegna Dýrafjarðarmálsins, sem vikið verður að, en ekki síður á landsvísu
vegna deilna um viðbrögð við sauðfjárveiki sem herjaði á búfénað. Jón vildi
reyna lækningu með böðun, en flestir bændur hræddust sauðfjársjúkdóma og
vildu skera niður. Kosningin á ísafirði fór fram í janúar 1859. Þá hafði bæði
rýmkað um kosningaréttinn og hagur manna í sýslunni batnað. Þannig voru í
Isafjarðarsýslu 398 á kjörskrá. Á kjörfundinn mættu 12 eða 3%, og kusu allir
Jón Sigurðsson 23 Kjörsókn á landinu öllu var 13% og náði ekki tveim tugum
í næstu kosningum árin 1864 og 1869.24
Árið 1869 óttaðist Jón Sigurðsson enn um þingsæti sitt. Taldi jafnvel að
Þorvaldur læknir Jónsson á ísafirði færi fram gegn sér. En ótti Jóns var
astæðulaus, hann hlaut öll atkvæðin á kjörfundinum. Og Isfirðingar sendu
Jóni sérstaka stuðningskveðju með bréfi undirrituðu af 21 kjósanda: „Á kjör-
fundi ísfirðinga, sem haldinn var í dag, voru þér enn á ný í einu hljóði kosinn
fyrir alþingismann þessa kjördæmis og ber slíkt að vísu ljósastan vott um það