Andvari - 01.01.2011, Page 74
72
SIGURÐUR PÉTURSSON
ANDVARI
framúrskarandi traust sem vér fyrr og síðar höfum borið og berum til yðar
sem þingmanns á alþingi íslendinga... Vér berum yður kveðju frá ungum og
gömlum hér á yðar æskustöðvum og biðjum hinn alvalda að styrkja yður í
öllum störfum yðar og leggja blessun sína yfir þau.“25
Yfirvöld gerðu aftur á móti tilraun til að ónýta kosningu Jóns, vegna form-
galla í sambandi við framlagningu kjörskrár í Isafjarðarsýslu. Því var hrundið
með atkvæðagreiðslu á þinginu sjálfu.26 Jón Sigurðsson hélt stöðu sinni sem
forystumaður í sjálfstæðisbaráttu landsmanna og ísfirðingar og Vestfirðingar
stóðu við bakið á honum, jafnvel þó að stefna hans í innanlandsmálum væri
ekki ætíð í takt við skoðanir þeirra.
Jón Sigurdsson ogfranski kaupstaðurinn í Dýrafirði
Eitt helsta baráttumál Jóns Sigurðssonar í upphafi stjórnmálaferils hans var
frjáls verslun. Það baráttumál varð að veruleika árið 1855 með sérstökum
lögum sem danski konungurinn setti, eftir ítrekaðar óskir frá Alþingi. Öllum
þjóðum var nú frjálst að versla við íslendinga. Sama ár kom fram bón frá
frönskum útgerðarmönnum um að fá aðstöðu í Dýrafirði fyrir stóran flota
þilskipa og til fiskverkunar í landi. Ætlunin var að stofna franskan kaupstað í
kjördæmi Jóns. Alþingismenn vissu varla hvaðan á þá stóð veðrið og vísuðu
málinu til danskra stjórnvalda, án þess að taka neina afstöðu til þess. Jón
Sigurðsson var sá þingmaður sem tók einna helst undir málaleitan Frakka, en
var þó nógu gætinn til að koma hvergi fram opinberlega sem málsvari þeirra.
Aukin samkeppni í verslun og erlent fjármagn í sjávarútveg landsins var í
góðu samræmi við hugmyndir Jóns Sigurðssonar.
Næsta vetur gerðu frönsk stjórnvöld fyrirspurn um málið til dönsku stjórn-
arinnar. Þau óskuðu eftir leyfi til að setja á fót fiskverkunar- og birgðastöð
í Dýrafirði. Frjálslynd öfl í Danmörku voru hliðholl Frökkum í þessu máli,
enda voru þjóðirnar oftast í bandalagi í stórveldaslag Evrópu á 19. öld. í
danska blaðinu Fædrelandet birtist grein þar sem sagt var að íslendingar muni
njóta góðs af atvinnustarfsemi erlendra þjóða á landinu.27 Jón Sigurðsson var
talinn hafa skrifað greinina.28
Það var þá sem haldinn var kjósendafundur á ísafirði 2. desember 1856 um
Dýrafjarðarmálið. Áður hafði eina þjóðmálablað á íslandi, Þjóðólfur, undir
ritstjórn Jóns Guðmundssonar alþingismanns, haldið uppi háværri gagnrýni
gegn áformum Frakka. Á kjósendafundi ísfirðinga var kosin fimm manna
nefnd sem samdi bænarskrá og safnaði undirskriftum gegn áformum um
„frakkneska nýlendu“ við Dýrafjörð. Undir skjalið voru rituð 392 nöfn. í
röksemdum heimamanna komu fram gömul viðhorf bændastéttarinnar gegn
samkeppni um vinnuafl og samkeppni um aðgang að fiskimiðum.29 Magnús