Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2011, Page 74

Andvari - 01.01.2011, Page 74
72 SIGURÐUR PÉTURSSON ANDVARI framúrskarandi traust sem vér fyrr og síðar höfum borið og berum til yðar sem þingmanns á alþingi íslendinga... Vér berum yður kveðju frá ungum og gömlum hér á yðar æskustöðvum og biðjum hinn alvalda að styrkja yður í öllum störfum yðar og leggja blessun sína yfir þau.“25 Yfirvöld gerðu aftur á móti tilraun til að ónýta kosningu Jóns, vegna form- galla í sambandi við framlagningu kjörskrár í Isafjarðarsýslu. Því var hrundið með atkvæðagreiðslu á þinginu sjálfu.26 Jón Sigurðsson hélt stöðu sinni sem forystumaður í sjálfstæðisbaráttu landsmanna og ísfirðingar og Vestfirðingar stóðu við bakið á honum, jafnvel þó að stefna hans í innanlandsmálum væri ekki ætíð í takt við skoðanir þeirra. Jón Sigurdsson ogfranski kaupstaðurinn í Dýrafirði Eitt helsta baráttumál Jóns Sigurðssonar í upphafi stjórnmálaferils hans var frjáls verslun. Það baráttumál varð að veruleika árið 1855 með sérstökum lögum sem danski konungurinn setti, eftir ítrekaðar óskir frá Alþingi. Öllum þjóðum var nú frjálst að versla við íslendinga. Sama ár kom fram bón frá frönskum útgerðarmönnum um að fá aðstöðu í Dýrafirði fyrir stóran flota þilskipa og til fiskverkunar í landi. Ætlunin var að stofna franskan kaupstað í kjördæmi Jóns. Alþingismenn vissu varla hvaðan á þá stóð veðrið og vísuðu málinu til danskra stjórnvalda, án þess að taka neina afstöðu til þess. Jón Sigurðsson var sá þingmaður sem tók einna helst undir málaleitan Frakka, en var þó nógu gætinn til að koma hvergi fram opinberlega sem málsvari þeirra. Aukin samkeppni í verslun og erlent fjármagn í sjávarútveg landsins var í góðu samræmi við hugmyndir Jóns Sigurðssonar. Næsta vetur gerðu frönsk stjórnvöld fyrirspurn um málið til dönsku stjórn- arinnar. Þau óskuðu eftir leyfi til að setja á fót fiskverkunar- og birgðastöð í Dýrafirði. Frjálslynd öfl í Danmörku voru hliðholl Frökkum í þessu máli, enda voru þjóðirnar oftast í bandalagi í stórveldaslag Evrópu á 19. öld. í danska blaðinu Fædrelandet birtist grein þar sem sagt var að íslendingar muni njóta góðs af atvinnustarfsemi erlendra þjóða á landinu.27 Jón Sigurðsson var talinn hafa skrifað greinina.28 Það var þá sem haldinn var kjósendafundur á ísafirði 2. desember 1856 um Dýrafjarðarmálið. Áður hafði eina þjóðmálablað á íslandi, Þjóðólfur, undir ritstjórn Jóns Guðmundssonar alþingismanns, haldið uppi háværri gagnrýni gegn áformum Frakka. Á kjósendafundi ísfirðinga var kosin fimm manna nefnd sem samdi bænarskrá og safnaði undirskriftum gegn áformum um „frakkneska nýlendu“ við Dýrafjörð. Undir skjalið voru rituð 392 nöfn. í röksemdum heimamanna komu fram gömul viðhorf bændastéttarinnar gegn samkeppni um vinnuafl og samkeppni um aðgang að fiskimiðum.29 Magnús
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.