Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Síða 85

Andvari - 01.01.2011, Síða 85
andvari MYNDIN AF JÓNI FORSETA 83 Mörg bréfanna eru frá bláókunnugu fólki, sem biður Jón að hjálpa sér við að kaupa plóg eða sjal eða brjóstnál eða eyrnalokka eða öngla eða koma úri í við- gerð eða ættingja á spítala og þannig áfram þindarlaust. Til þessara snúninga virðist Jón hafa varið ómældum tíma án þess að telja það eftir sér. Vilhjálmur Þ. Gíslason segir um Jón: „Hann var safnari og grúskari á þjóð- legan fróðleik. ... Hefur það sennilega einmitt átt mikinn þátt í því, hversu vel hann var við alþýðuskap á ýmsa lund og átti ítök út um allar sveitir, þó að annars væri hann greinilegur fyrirmaður." Jón bar sig jafnan höfðinglega og þau hjónin bæði, hann klæddist klæðskerasaumuðum fötum og veitti vinum sínum vel, og þau voru höfðingjar heim að sækja. Honum þótti sopinn góður, en engum sögum fer af því, að hann hafi nokkru sinni drukkið vín sér til vansa. Hann gerði þvert á móti góðlátlegt grín að drykkjuskap fslendinga: »Mér skilst, að delerium tremens sé nú farið að verða conditio sine qua non til þess að geta heitið skynsamur maður á voru landi.“10 Margir íslendingar í Kaupmannahöfn voru tíðir gestir á heimili Jóns og Ingibjargar, en þau bjuggu þó alla tíð við óviss kjör. „Ég er vanur fátækt,“ skrifar Jón að gefnu tilefni 1874, kominn yfir sextugt. Hann hafði sjaldan fastar tekjur, heldur Iifði hann á styrkjum til útgáfu og lausatekjum fyrir skriftir. Til að mynda skrifaði hann nafnlausar greinar í norskt blað í allmörg ár til að drýgja tekjur heimilisins. Svo skærum ljóma stafaði af Jóni og lífi hans í Kaupmannahöfn fjarri fásinninu á íslandi, að sumir fundu einhverra hluta vegna hjá sér þörf fyrir að leita með logandi ljósi að einhverju, sem gæti varpað skugga á glæsta ásýnd þjóðhetjunnar. Sumum fannst Jón hljóta að hafa verið heldur leiðinlegur af bréfum hans að dæma, og víst er, að bréf hans eru yfirleitt engin skemmtilesn- ing. Það vekur athygli við lestur þeirra, hversu lítið Jón gefur vinum sínum af sjálfum sér. Hann býr öll sín fullorðinsár í hjarta Kaupmannahafnar og nýtur Þar margvíslegra lystisemda, sækir leikhús, listsýningar og óperusýningar í Konunglega leikhúsinu, að því er telja verður líklegt, en hann segir þó aldrei frá slíkum heimsóknum í bréfum sínum heim, þótt vinum hans á íslandi hefði áreiðanlega þótt fengur í slíkum frásögnum. Jón heyrði sænsku óperu- söngkonuna Jenny Lind, frægustu söngkonu sinnar tíðar (mynd hennar prýðir firnmtíu krónu seðilinn í Svíþjóð), syngja í Stokkhólmi 1841, en það vitum við vegna þess eins, að íslenzkur ferðafélagi Jóns skrifaði vinum sínum um atvikið. En þetta skiptir auðvitað engu máli fyrir stjórnmálasöguna. Jón var stjórnmálamaður og fræðimaður, ekki skemmtikraftur. I þessu ljósi þarf að skoða gamla flökkusögu um veikindi Jóns 1840, en skæðar tungur hvískruðu um, að Jón hefði þá ef til vill sýkzt af sárasótt, þótt er>gar traustar heimildir séu til um það. Þessi saga gengur enn, nú síðast í ®visögu Jóns eftir Guðjón Friðriksson," að vísu í viðtengingarhætti, studd hlvísun í bréf Jóns til vinar síns Gísla Hjálmarssonar læknanema. Hér er þó urn að ræða einberar getgátur, sem eiga ekki heima í ævisögu nokkurs manns.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.