Andvari - 01.01.2011, Page 88
86
ÞORVALDUR GYLFASON
ANDVARI
í bréfi Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar til samskotanefndar minn-
isvarða Jóns Sigurðssonar, dags. 19. sept. 1915, kemur fram, að áðurnefndir
munir sem Tryggvi gaf landinu og fól Alþingi til varðveislu hafa þá lengst
af síðan 1881, legið umhirðulitlir á Alþingishúsloftinu. Munirnir höfðu þá
aldrei verið til sýnis fyrir almenning nema þegar þjóðminjavörður fékk þá að
láni á aldarafmæli Jóns 1911 og hélt á þeim sýningu í safnahúsinu í húsnæði
sem Þjóðskjalasafnið léði í því skyni. Að sýningunni lokinni færðist Alþingi
undan að taka við safninu aftur og skjalasafnið gat ekki séð af sýningarher-
berginu til frambúðar svo að hola varð safninu niður í yfirfullum geymslum
Forngripasafnsins. A sýningunni 1911 fékk þjóðminjavörður að láni ýmsa
muni úr búi Jóns Sigurðssonar, sem þá voru í eigu ættingja Jóns og annarra
einstaklinga. Sumir þessara muna voru gefnir minjasafninu að sýningu
lokinni eða síðar.
Arið 1916 var safni Jóns Sigurðssonar komið fyrir í sérstöku sýningar-
herbergi í Alþingishúsinu og var til þess notaður afgangurinn af samskotafé
til minnisvarðans, sem gerður var 1911. í Alþingishúsinu var safnið svo til
1952 er það var flutt í hús Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu þar sem það
hefur mestallt verið haft stöðugt til sýningar í einu herbergi, stofu Jóns
Sigurðssonar. Eftir að minjasafnið var flutt í Þjóðminjasafnið og falið umsjá
þess hafa því enn áskotnast nokkrir munir að gjöf.
I tilefni af 100 ára ártíð Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar konu hans hefur
minjasafnið fengið enn eitt herbergi til umráða í safninu svo að hafa megi til
sýnis nokkru fleiri af gripum safnsins en verið hefur og öðrum komið betur
fyrir en var. Er hér einkum um að ræða ýmsa smáhluti úr eigu þeirra hjóna,
svo sem úr og skartgripi, kjólföt og pípuhatt Jóns og hluti af skautbúningi
Ingibjargar, sem safnið hefur nú alveg nýverið eignast, bréf og ýmis skrifuð
gögn, svo sem prentsmiðjuhandrit að Nýjum félagsritum, fæðingarvottorð og
annað smálegt af því tagi. Þá eru myndir af þeim hjónum á ýmsum aldri, ýmis
gögn og myndir frá útför þeirra og samskotalistar o. fl. frá gerð minnisvarða
Jóns.
Sýning þessi verður opin á venjulegum sýningartíma safnsins.“
Tryggvi Gunnarsson lýsir tilraunum sínum til að afla stuðnings við Jón
Sigurðsson svo:
„Sagði að mín skoðun væri, að við íslendingar ættum að sjá Jóni
Sigurðssyni fyrir eins miklum launum og hann mundi hafa fengið, ef hann
hefði orðið rektor.
Margir tóku mjög vel í málið og lofuðu þá ákvörðun, að Jón Sigurðsson
þyrfti ekki að leggja pennann frá sér og lofuðu að leggja fram fé til þessa. ...
Samskotin til Jóns Sigurðssonar gengu ágætlega þetta ár og nokkuð kom
næsta ár, en svo leit út fyrir að algerlega ætlaði að taka fyrir þau, eins og oftar