Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Síða 90

Andvari - 01.01.2011, Síða 90
88 ÞORVALDUR GYLFASON ANDVARI III. Brjóstmyndin eftir Brynjólf Bergslien Aðrir vinir Jóns sýndu honum einnig ýmsan sóma í lifanda lífi. Þegar Jón varð sextugur, var hann á íslandi við þinghald, og fer engum sögum af afmælisdegi hans 17. júní 1871. En eftir að hann kom aftur heim til Kaupmannahafnar þá um haustið, héldu vinir hans honum veglegt samsæti þar. Þetta var 16. nóvember 1871. Þar voru flutt kvæði fyrir minni íslands eftir séra Matthías Jochumsson og fyrir minni Jóns eftir Steingrím Thorsteinsson, sem var á staðnum og flutti kvæði sitt sjálfur („Heil sit þú, hetjan góð“). Þessir karlar kunnu að halda veizlur. Vinir Jóns höfðu löngu áður haft samband við Brynjólf Bergslien, sem áður var nefndur, og beðið hann að gera brjóstmynd af Jóni til að færa honum í afmælisveizlunni, og var hugmyndin sú, að marmaragerð myndarinnar (dagsett 1872) yrði færð Alþingi að gjöf að Jóni látnum; það varð. Jón hafði fengizt til að sitja fyrir hjá Bergslien í október 1870, og hann hafði oft áður látið til leiðast að láta taka af sér myndir til að senda vinum sínum á íslandi að þeirra ósk. Þannig stendur á því, að til eru ljósmyndir af Jóni á ýmsum tímum auk nokkurra olíumálverka. Eina slíka mynd lét hann mála af sér og sendi Ingibjörgu unnustu sinni heim til íslands löngu fyrir þrítugt. Alþingismenn létu síðar mála af honum stóra olíumynd, sem hangir enn í Alþingishúsinu, en ungir námsmenn í Kaupmannahöfn létu steinprenta mynd af honum, og hékk sú mynd því nær á öllum fremri heimilum á Islandi.21 Bergslien bjó í Kaupmannahöfn, þegar þetta var, og vann að líkneskinu af Karli Jóhanni konungi Svía og Norðmanna, en það var fyrsta verk sinnar tegundar í Noregi, afhjúpað 1875 framan við konungshöllina í Osló og stendur þar enn. Það var því enginn aukvisi, sem vinir Jóns fengu til að gera brjóst- myndina. Bergslien gerði einnig líkneskið af skáldinu Henrik Wergeland, sem stendur á Eidsvoldstorgi í Osló (brons, afhjúpað 1881). Líkneski hans af ævintýraskáldinu P. Chr. Asbjörnsen (sink) og leikaranum Johannes Bruun (brons) standa einnig bæði í Osló. Hann gerði einnig líkneski af Haraldi hárfagra, Ólafi helga, Sverri konungi og Hákoni góða. Nokkrar brjóstmyndir liggja einnig eftir hann, þar á meðal er marmaramynd af stjórnmálamann- inum Ole Gabriel Ueland, sem stendur í norska stórþinginu. Verk Bergsliens eru til sýnis meðal annars í Nasjonalgalleriet í Osló. Séra Matthías bjó hjá Bergslien part úr vetri 1870-1871 og fylgdist með brjóstmyndinni af Jóni verða til. Um þetta segir Matthías í sjálfsævisögu sinni:22 „Tók ég mér síðan vist hjá vini mínum, Brynjólfi Bergslien myndasmið; hafði ég næstum daglega verið hjá honum á vinnustofu hans um veturinn í Höfn meðan hann gerði standmyndina miklu, af Karli Johan konungi, er nú var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.