Andvari - 01.01.2011, Page 93
andvari
MYNDIN AF JÓNI FORSETA
91
Bókmenntafélagsins, og er til ljósmynd af Valtý Guðmundssyni og þeirri
styttu á skrifstofu hans frá þeim tíma, þegar hann stýrði Hafnardeildinni.
Þessi afsteypa hafði áður verið í fórum Konráðs Gíslasonar málfræðings, eins
Fjölnismanna, og síðan Finns Jónssonar prófessors. Eftir afsteypu í eigu Jóns
Jenssonar, bróðursonar Jóns, var gerð bronsafsteypa, sem 25 ára stúdentar og
sambekkingar þeirra gáfu Menntaskólanum í Reykjavík 1931, og stendur hún
enn í norðvesturhorni á Sal Menntaskólans. Þjóðminjasafnið á hvíta gifsmynd,
hina einu ásamt frummyndinni, sem er ólituð. Þó hefur hún verið hvítt, síðast
Vegna sýningar á lýðveldisafmælinu 1994, en þá var borið á hana kaffi, mjólk
°g gifs að sögn starfsmanns Þjóðminjasafns. Styttan brotnaði í jarðskjálfta
1929 og var ekki alveg rétt sett saman. Styttan var í eigu Sigríðar Helgason,
sem var ráðskona á Friðriksspítalanum í Kaupmannahöfn um áratugaskeið og
Veitti íslenzkum stúdentum þar athvarf að heimili sínu, þar á meðal Hannesi
Hafstein. Sigríður lánaði safninu styttuna til sýningar 1911. Sú staðreynd, að
Jón Sigurðsson (1811-1879).
Brjóstmynd ejiir Brynjulf
Bergslien (1871).