Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2011, Side 94

Andvari - 01.01.2011, Side 94
92 ÞORVALDUR GYLFASON ANDVARI Þjóðminjasafnið þurfti að fá lánaða brjóstmynd af Jóni til sýningarinnar 1911, sýnir, að myndin, sem stóð á skrifborði Jóns, fylgdi ekki öðrum munum úr dánarbúi hans á uppboðið í Kaupmannahöfn og þaðan heim til Islands að frumkvæði Tryggva Gunnarssonar. Að Sigríði látinni gáfu erfingjar safninu styttuna samkvæmt bókun safnsins. Þó er hvorki að finna gjafarbréf né þakkarbréf í skjölum safnsins. Erfingjar Sigríðar voru systur tvær, sem þá voru börn, Elín og María Finsen, en Sigríður eyddi síðustu æviárunum að æskuheimili þeirra. Þær systur höfðu aldrei heyrt það fyrr en sumarið 1995, að Sigríður hefði átt þessa styttu eða arfleitt þær að henni. Þjóðarbókhlaðan, áður Landsbókasafn, á brons- eða brúnhúðaða gifsmynd með sömu áritun og frummyndin, nema nafn Bergsliens er greinilegra, og gæti það bent til þess, að myndin sé yngri en frummyndin. Styttan var komin í safnið 1930, þegar Haraldur Sigurðsson bókavörður kom þangað fyrst. I Minningarriti vegna 100 ára afmælis safnsins 1918 nefnir höfundurinn, Jón Jacobson lands- bókavörður, hvorki styttuna né hvernig hún kom í safnið. Hann greinir á hinn bóginn vandlega frá komu brjóstmyndarinnar af Konrad Maurer, virktavini Jóns, en þá mynd sendi dóttir Maurers til íslands frá Þýzkalandi að foreldrum hennar báðum látnum og bað um, að henni yrði fundinn heiðursstaður í Landsbókasafninu eða Háskólanum. í Háskólanum stendur stækkuð brjóst- mynd Bergsliens af Jóni Sigurðssyni yfir innganginum í gamla bókasafnið á jarðhæð í anddyri aðalbyggingarinnar. Styttan er gyllt og ekki alls kostar lík fyrirmyndinni. Um styttu Háskólans virðast engar heimildir vera til, en vitað er, að Ásmundur Sveinsson myndhöggvari og Guðmundur Einarsson frá Miðdal aðstoðuðu Guðjón Samúelsson húsameistara ríkisins við gerð háskóla- byggingarinnar, sem var vígð 1940. Við vígsluna var nafn Jóns Sigurðssonar mjög á vörum ræðumanna, en enginn þeirra nefndi styttuna. Tvær afsteypur eru til í Noregi, önnur í eigu Vestmannalagsins, en formaður þess, sem geymdi styttuna til skamms tíma, telur, að Vestmannalagið hafi eignazt styttuna fyrir 1930, hugsanlega í tengslum við íslandsför Vestmannalagsins 1928. Ráðhúsið í Voss á einnig styttu, trúlega sömu ættar og stytta Vestmannalagsins. Mynd af styttunni var birt í dagblaði í Bergen fyrir mörgum árum og spurt, hvort einhver þekkti fyrirmyndina. Því var fljótsvarað. Tildrögin munu hafa verið þau, að nýr bæjarstjóri í Voss vildi vita, af hverjum stytta ráðhússins væri. Loks er til á Bessatöðum gifsmynd með gylltri húð og sömu áritun og frum- myndin. Myndin var gefin Bessastöðum í forsetatíð Ásgeirs Ásgeirssonar til minningar um hjónin Þórdísi Ásgeirsdóttur og Bjarna Benediktsson á Húsavík. Þá mun að endingu vera hvít gifsmynd, án áletrunar, í Jónshúsi í Kaupmannahöfn, og mun hún hafa verið keypt á uppboði í Gallerí Borg og sett upp í Jónshúsi 1994. Eru þá upp taldar þær styttur, sem höfundi er kunn- ugt um á almannafæri, en fáeinar aðrar afsteypur eru til í einkaeigu. Tryggvi Gunnarsson hafði eftir andlát Jóns samband við Brynjólf Bergslien
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.