Andvari - 01.01.2011, Page 97
birgir hermannsson
Landsréttindi og sjálfstæðisbarátta
Um pólitískt tungumál Jóns Sigurðssonar
Flestir þekkja til Jóns Sigurðssonar, en næsta fáir þekkja vel til hugmynda
hans og röksemda fyrir auknu sjálfstæði íslendinga. Þetta þarf í raun ekki að
koma á óvart. Þjóðartáknið Jón Sigurðsson stendur fyrir annað og meira en
einstaklinginn og ævistarf hans, „Jón Sigurðsson hátíðahaldanna“ er fremur
tákn fyrir sjálfstæðisbaráttuna og sköpunarsögu lýðveldisins. En hér kemur
fleira til. Hugmyndaheimur Jóns er um margt fjarlægur okkur, bundinn sínum
b'ma í meira mæli en almennt er viðurkennt. Hér að neðan mun ég því setja
hugmyndir Jóns í sögulegt samhengi og útlista sérstaklega hugmyndir hans
um landsréttindi íslendinga. Þessar röksemdir urðu kjarninn í hans „pólitíska
tungumáli“ sem naut mikilla vinsælda löngu eftir hans daga.
/
Skynsamlegast er að hugsa um sjálfstæðisbaráttu íslendinga í samhengi
við upplausn Veldis Danakonungs, hins fjölþjóðlega og samsetta ríkis sem
ísland var hluti af. Upplausn þess ríkis er síðan best að setja í samhengi við
umbreytingu á ríkjakerfi Evrópu frá frönsku byltingunni og fram yfir fyrri
heimsstyrjöld. Á því tímabili tóku þjóðríkin við hlutverki hinna samsettu
konungsríkja sem voru ráðandi stjórnkerfi á nýöld. Franska byltingin, hug-
sjónir hennar og fordæmi, ásamt stríðsátökum kenndum við byltinguna eða
Napóleon keisara skiptu hér miklu.
Þegar ævistarf Jóns Sigurðssonar er metið er mikilvægt að setja hann í
samhengi við umrót nítjándu aldarinnar. íslensk þjóðernishyggja er ekki
tjáning fyrir tímalausar þrár þjóðarinnar eða meðfædda þjóðernisást, heldur
viðbrögð við breyttum tímum. Til þess að geta brugðist við nýjum aðstæðum
þurftu íslendingar að móta hugmyndir til að skilgreina, rökræða og réttlæta
afstöðu sína. Þetta var meðal annars gert með innflutningi hugmynda frá
Kaupmannahöfn, ekki síst á hugmyndum tengdum við frjálslyndi og róman-
tík. Þessa innfluttu og alþjóðlegu hugmyndastrauma þurfti síðan að laga að
íslenskum aðstæðum, gera íslenskar ef svo má að orði komast. Hugmyndir