Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2011, Side 98

Andvari - 01.01.2011, Side 98
96 BIRGIR HERMANNSSON ANDVARI tengdar breytingum, frjálslyndi og þjóðernishyggja, voru þó ekki einar um athygli landsmanna, enda hékk meira á spýtunni en tengsl landsins við Danakonung. A íslandi var andstaða við breytingar eins og í öðrum löndum Evrópu og því kemur ekki á óvart að þjóðleg íhaldssemi hafi átt sér ákveðna fylgismenn.1 Líkt og önnur jaðarsvæði Evrópu sogaðist ísland inní rás atburða, þó niður- staðan væri hvorki gefin fyrirfram né heldur sjálfsögð. Það er viðtekin venja á Islandi að setja sjálfstæðisbaráttuna í samhengi við nútímavæðingu íslensks samfélags. Með aukinni sjálfstjórn og minnkandi erlendum áhrifum leystist úr læðingi kraftur sem skilaði nútímalegu samfélagi þar sem lífskjör voru sambærileg við það sem gerðist í nágrannaríkjunum. Þessi sýn á sjálfstæðis- baráttuna og umbreytingu íslensks samfélags er mikil einföldun á flóknu ferli sem átti sér meðal annars efnahagslegar og tæknilegar forsendur óháð sjálfstæðisbaráttunni. Samkvæmt hinu hefðbundna sjónarmiði íslenskrar þjóðernishyggju eru stjórnmál í raun forsenda efnahagslegrar og tæknilegrar nútímavæðingar landsins. Kenninguna má orða með einföldum hætti: Án sjálfstjórnar, engin nútímavæðing. Samkvæmt þessu verður Jón Sigurðsson guðfaðir nútímasamfélags á íslandi, maðurinn sem rauf aldalangan vítahring erlendrar stjórnunar og fátæktar. Tengsl stjórnmála og nútímavæðingar eru mun flóknari en þessi kenning gefur í skyn. Nútímavæðing er umbreyting samfélagsins á mörgum sviðum. Tæknibreytingar, nýir atvinnuvegir og nýskipan efnahagsmála, en ekki síður umbreyting stjórnmála og menningar. Hér skipta ekki síst máli breytingar sem verða á mörkum stjórnmála og menningar: hugmyndaheim, hugtök og tungumál stjórnmálanna þurfti að færa til nútímans. Hugtök á borð við ríki, þjóð, fullveldi, réttindi, frelsi, borgari, almenningsálit, kosningar, full- trúastjórnun og lýðræði voru ekki sjálfsprottin í tungumálinu, né heldur sjálfkrafa fylgifiskur tækniframfara og nýrra atvinnuhátta. Yiðfangsefni stjórnmála á nítjándu og tuttugustu öld hefur ekki síst verið að kljást við þessi hugtök.2 Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri, heldur alþjóðlegt í eðli sínu. Á jaðarsvæðum Evrópu fólst þessi nútímavæðing ekki síst í því að þýða eða aðlagast hugmyndastraumum kjarnasvæðanna. Að líkindum hafa íslendingar vanmetið þátt sjálfstæðisbaráttunnar í þessu ferli, enda krefst það þess að við hugsum um hana með nýjum hætti. Það er áhugavert að nálgast stjórnmála- manninn Jón Sigurðsson frá þessu sjónarhorni, enda voru það ekki síst skrif hans og hugmyndafræðileg nýsköpun sem tryggðu honum ótvíræðan for- ystusess í íslenskum stjórnmálum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.