Andvari - 01.01.2011, Side 98
96
BIRGIR HERMANNSSON
ANDVARI
tengdar breytingum, frjálslyndi og þjóðernishyggja, voru þó ekki einar um
athygli landsmanna, enda hékk meira á spýtunni en tengsl landsins við
Danakonung. A íslandi var andstaða við breytingar eins og í öðrum löndum
Evrópu og því kemur ekki á óvart að þjóðleg íhaldssemi hafi átt sér ákveðna
fylgismenn.1
Líkt og önnur jaðarsvæði Evrópu sogaðist ísland inní rás atburða, þó niður-
staðan væri hvorki gefin fyrirfram né heldur sjálfsögð. Það er viðtekin venja
á Islandi að setja sjálfstæðisbaráttuna í samhengi við nútímavæðingu íslensks
samfélags. Með aukinni sjálfstjórn og minnkandi erlendum áhrifum leystist
úr læðingi kraftur sem skilaði nútímalegu samfélagi þar sem lífskjör voru
sambærileg við það sem gerðist í nágrannaríkjunum. Þessi sýn á sjálfstæðis-
baráttuna og umbreytingu íslensks samfélags er mikil einföldun á flóknu
ferli sem átti sér meðal annars efnahagslegar og tæknilegar forsendur óháð
sjálfstæðisbaráttunni. Samkvæmt hinu hefðbundna sjónarmiði íslenskrar
þjóðernishyggju eru stjórnmál í raun forsenda efnahagslegrar og tæknilegrar
nútímavæðingar landsins. Kenninguna má orða með einföldum hætti: Án
sjálfstjórnar, engin nútímavæðing. Samkvæmt þessu verður Jón Sigurðsson
guðfaðir nútímasamfélags á íslandi, maðurinn sem rauf aldalangan vítahring
erlendrar stjórnunar og fátæktar.
Tengsl stjórnmála og nútímavæðingar eru mun flóknari en þessi kenning
gefur í skyn. Nútímavæðing er umbreyting samfélagsins á mörgum sviðum.
Tæknibreytingar, nýir atvinnuvegir og nýskipan efnahagsmála, en ekki síður
umbreyting stjórnmála og menningar. Hér skipta ekki síst máli breytingar
sem verða á mörkum stjórnmála og menningar: hugmyndaheim, hugtök
og tungumál stjórnmálanna þurfti að færa til nútímans. Hugtök á borð við
ríki, þjóð, fullveldi, réttindi, frelsi, borgari, almenningsálit, kosningar, full-
trúastjórnun og lýðræði voru ekki sjálfsprottin í tungumálinu, né heldur
sjálfkrafa fylgifiskur tækniframfara og nýrra atvinnuhátta. Yiðfangsefni
stjórnmála á nítjándu og tuttugustu öld hefur ekki síst verið að kljást við
þessi hugtök.2 Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri, heldur alþjóðlegt í eðli sínu.
Á jaðarsvæðum Evrópu fólst þessi nútímavæðing ekki síst í því að þýða eða
aðlagast hugmyndastraumum kjarnasvæðanna. Að líkindum hafa íslendingar
vanmetið þátt sjálfstæðisbaráttunnar í þessu ferli, enda krefst það þess að við
hugsum um hana með nýjum hætti. Það er áhugavert að nálgast stjórnmála-
manninn Jón Sigurðsson frá þessu sjónarhorni, enda voru það ekki síst skrif
hans og hugmyndafræðileg nýsköpun sem tryggðu honum ótvíræðan for-
ystusess í íslenskum stjórnmálum.