Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2011, Side 103

Andvari - 01.01.2011, Side 103
ANDVARI LANDSRÉTTINDI OG SJÁLFSTÆÐISBARÁTTA 101 fara skuli með þegar kært er að samningurinn sé ekki haldinn.“13 Þetta breyti þó ekki þeirri staðreynd að samningurinn sé fyllilega sambærilegur sambandslögum Noregs og Svíþjóðar frá 1814 og hafi tryggt íslandi sam- bærilega stöðu gagnvart Noregskonungi og Noregur sjálfur hafði. Noregur og ísland voru því tvö sambandslönd Noregskonungs, en ekki eitt ríki. Þessi réttarstaða breyttist ekkert í gegnum aldirnar að mati Jóns þó Islendingar hafi haft misgóðar forsendur og kraft til að verja réttindi sín. Það er mikil- vægt fyrir Jón að halda því til haga að „íslendinga hefir rámað í hver rétt- indi þeirra voru, en ekki haft kjark, samheldi né þolgæði til þess að gjöra sér þau sjálfum ljós og halda þeim fram.“14 Þetta var ekki síst einkenni á Islendingum þegar konungsvald óx eftir siðaskipti og upptöku einveldis 1662. Upptaka einveldis var gerð með sáttmála, enda var íslendingum lofað að „að frelsi landsins og réttur væri sami og áður.“15 Einveldi var komið á með svipuðum hætti á Islandi og annarstaðar í ríkinu og því gilda svipuð sjónarmið um afnám þess. ... íslendingar hafa ekki hyllt Dana eða Þjóðverja, né neina aðra þjóð, til einveldis yfir sig, þó þeir hafi jafnframt Dönum og Norðmönnum hyllt einvalda konúnga. Þar af leiðir aptur, að þegar konúngur afsalar sér einveldið, þá höfum vér ástæðu til að vænta þess að hann styrki oss til að halda að minnsta kosti þeim réttindum, sem helguð eru með hinum forna sáttmála, þegar land vort sameinaðist Noregi; það er sá grundvöllur sem vér eigum að byggja á, og laga samkvæmt þörfum þessara tíma, og það er því heldur ætlanda, að konúngur veiti oss styrk til þess, sem íslendingar hafa einmitt játað einveldinu í því skyni, að þeir treystu því til að sýna landinu öfluga vernd í að njóta sinna fornu réttinda ,..16 Hér kemur fram röksemdafærsla sem átti eftir að heyrast oft og víða: grund- völlur sjálfstæðisbaráttunnar voru hin fornu réttindi sem íslendingar fengu nieð Gamla sáttmála. Þegar konungur afsalaði sér einveldi varð réttarstaða landsins sú sama og áður en einveldi var tekið upp. Til þess að skilja hver hún var þurfti Jón að spyrja hvernig samband Islands og Noregskonungs, síðar Danakonungs, var til komið og staðnæmdist þá óhjákvæmilega við Gamla sáttmála. „Hugvekja til íslendinga" var ein áhrifamesta ritgerð Jóns Sigurðssonar. Hún var stutt á hans mælikvarða og hnitmiðuð, meginstefin í málflutningi hans til dauðadags koma hér skýrt fram. Tímasetning skipti hér einnig máli, en ritgerðin var skrifuð sem viðbrögð við grundvallarbreytingu á stjórnun landsins á einum merkustu tímamótum Islandssögunnar. Jón átti oft síðar eftir að skrifa um réttarstöðu íslands og þar með þróa og festa í sessi sjónarmið sín sem sérstaks tungumáls sem aðrir gripu til. Ein merkasta og ítarlegasta umfjöllunin um þessi efni er ritgerðin „Um landsréttindi íslands“ sem birtist 1 Nýjum félagsritum 1856.17 Ritgerðin hafði áður birst á dönsku sem svar við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.