Andvari - 01.01.2011, Page 105
andvari
LANDSRÉTTINDI OG SJÁLFSTÆÐISBARÁTTA
103
Tók það að byggjast seint á 9. öld, en snemma á hinni 10. öld skipuðu landsbúar stjórn
sína; hélzt þjóðstjórnarskipulag það, er þá var samið, allt til þess, er landið gekk
undir Noregskonúng 1264 eptir frjálsum sáttmála; hétu íslendingar, að gjalda konúngi
skatt, en áskildu sér aptur, að konúngur skyldi halda þeim við íslensk lög, og að
embættismenn skyldu innlendir vera, og sögðu sig lausa við samnínginn, ef út af væri
brugðið af hendi konúngs. ísland varð þannig frjálst sambandsland Noregs, að því leyti
það kom undir sama konúng; hélt það stjórnskipun sinni sér í lagi, löggefandi þingi, er
líka hafði dómsvaldið á hendi.21
ísland varð því frjálst sambandsland Noregskonungs, en ekki hluti af
Noregi. Tengslin voru því á milli konungs persónulega og íslendinga, bundin
í samning sem báðir aðilar gátu sagt upp ef þeim þættu efndir ófullægj-
andi. Þessi réttarstaða breyttist ekki þótt Danakonungur tæki við hlutverki
Noregskonungs og því síður við það að tekið væri upp einveldi í Danaveldi.