Andvari - 01.01.2011, Page 109
andvari
LANDSRÉTTINDI OG SJÁLFSTÆÐISBARÁTTA
107
þeirri athugasemd, að undirritaður byggir tillögur sínar um málið þó aðal-
lega á siðferðislegum rétti hverrar þjóðar, til að ráða sjálf að öllu leyti öllum
sínum málum, án íhlutunar annara þjóða.“34 Tungumál Jóns Sigurðssonar
var í eðli sínu sértækt og byggt á sögulegum forsendum. Hugtök á borð við
réttarstaða, forn réttur, landsréttindi, þjóðréttindi, samningur/sáttmáli og fornt
frelsi gegna þar lykilhlutverki. Aðferðin er fræðileg, mestu skiptir að leiða
fram sannleikann úr fornum skjölum. Skúli Thoroddsen var að vísa til annars
konar raka, tungumáls sem var að ryðja sér til rúms í íslenskri umræðu á
þessum tíma og náði smám saman að ýta tungumáli Jóns til hliðar. Hér kom
einnig til að þrátt fyrir þá yfirburði sem tungumál Jóns Sigurðssonar hafði
þdeilunum um uppkastið, þá höfðu leiðandi fræðimenn á borð við Björn M.
Olsen og Jón Jónsson Aðils gagnrýnt sögulegu rökin harðlega, sérstaklega
lykilhlutverk Gamla sáttmála.
Orðræðan um sjálfsákvörðunarrétt þjóða var algild og alþjóðleg, enda
vísar Skúli þar í siðferðislegan rétt þjóðarinnar til að stjórna sínum málum
sjálf. Þessi siðferðislegi réttur var ekki sér-íslenskur eða bundinn við gamla
samninga. Þrátt fyrir þau tök sem tungumál Jóns hafði á íslenskri þjóð-
málaumræðu samþykktu Danir aldrei röksemdir hans sem grundvöll samn-
inga um lausn sambandsmálsins. Af þeirra hálfu var virðing fyrir sérstöku
þjóðerni íslendinga grundvöllurinn fyrir uppkastinu, enda Ijóst að hugmyndir
um sjálfsákvörðunarrétt þjóða voru danska þjóðríkinu sjálfu sífellt mikil-
v*gari. Tungumál Jóns var áfram mikilvægt í íslenskri stjórnmálaumræðu, en
orðræðan um sjálfsákvörðunarrétt þjóða var í meira samræmi við ný viðhorf
jnfnt innanlands sem utan.