Andvari - 01.01.2011, Page 111
ÁOÚST ÞÓR ÁRNASON
Jón Sigurðsson og stjórnskipun íslands
Líklega hefur enginn einn maður haft meiri áhrif á þá stjórnskipun sem
Islendingar búa við en Jón Sigurðsson (1811-1879). Þessari staðreynd er þó
sjaldan flíkað í seinni tíð og kemur þar margt til. Líklega er sú ástæðan veiga-
mest að lítið er fjallað um baráttu Jóns og annarra íslenskra stjórnmálamanna
samtíma honum fyrir sérstakri stjórnarskrá öðruvísi en sem mikilvægan þátt
í frelsisbaráttu þjóðarinnar. Gleymast þá oft þau áhrif sem Jón Sigurðsson og
aðrir baráttumenn fyrir þjóð- og frelsisréttindum íslendinga á 19. öld höfðu á
efni fyrstu nútímalegu stjórnarskrár íslendinga og þá ekki síður að baráttan
fyrir sérstakri stjórnarskrá til handa íslendingum og niðurstaða þeirrar bar-
áttu er grundvallaratriði í stjórnskipun íslands. Önnur mikilvæg ástæða fyrir
þessari yfirsjón er án efa staða Jóns eftir gildistöku stjórnarskrárinnar sem
Kristján IX. Danakonungur færði þjóðinni af „frjálsu fullveldi“ sínu á 1000
ára afmæli byggðar í landinu árið 1874, það er Stjómarskrá um hin sjer-
staklegu málefni íslendinga.
í grein sem Jón Sigurðsson birti í tímaritinu Andvara skömmu eftir að
stjórnarskráin tók gildi taldi hann henni margt til foráttu, meðal annars að
hún skyldi vera neydd upp á íslendinga án réttmætrar aðkomu þjóðarinnar að
gerð hennar og efni.1 Jón viðurkenndi eigi að síður að með stjórnarskrá, þótt
gölluð væri, hefði fengist viðspyrna til frekari baráttu íslendinga í frjálsræðis
átt. í greinarkorni þessu verður aðallega fjallað um sýn Jóns á stjórnskipan
Islands, það sem honum fannst upp á vanta til að hægt væri að sætta sig við
Stjórnarskrána um hin sjerstaklegu málefni Islendinga og að hverju bæri að
stefna til framtíðar í stjórnarskrármálum fyrir ísland.
✓
Um Alþingi á Islandi
Jón Sigurðsson kemur af fullum þunga að frelsisbaráttu íslendinga með
útgáfu og greinarskrifum í tímaritið Ný félagsrit árið 1841.21 fyrsta árgangi
ritsins birtist grein eftir Jón, Um alþíng á Islandi, en hún er fyrsta höfuð-
ritgerð hans um þjóðmál íslendinga.3 Árið áður hafði Kristján konungur
VIII., þá nýkominn til valda, úrskurðað að nefnd embættismanna í Reykjavík
skyldi ræða hugsanlegt ráðgjafarþing á íslandi. Jón hugðist með ritgerð sinni