Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2011, Page 113

Andvari - 01.01.2011, Page 113
andvari JÓN SIGURÐSSON OG STJÓRNSKIPUN ÍSLANDS 111 sér flestum þáttum sem snúa að nútímalegri stjórnskipan og grunnþáttum stjórnarskrárfestunnar.7 Annar kafli umræddrar greinar ber yfirskriftina Hver stjórnarlögun bezt þyki og þar kemst Jón Sigurðsson að þessari niðurstöðu: „Þegar bera [skuli] saman stjórnarlaganir, til að sýna hver bezt sé, þá verð[i] fyrst að athuga, hverr að sé tilgángur allrar stjórnar, og þvínæst meta stjórnarlaganirnar eptir því, sem þær nálgast tilgánginn meir eður minna.“8 Hvernig sem stjórnskipunar- málum sé að öðru leyti háttað þá sé mikils um vert að frelsið sé nægjanlegt til framfara á öllum sviðum bæði andlega og líkamlega en þó megi festuna ekki vanta. Því sé augljóst „... að allir kraptarnir verða að vera lausir að nokkru en bundnir að nokkru“ (bls. 68). Jón veltir fyrir sér kostum og göllum „val- mennisstjórnar“ (aristókratí) og fullkominnar lýðstjórnar og kemst að þeirri niðurstöðu að mest sé um vert að „hitta þá stjórnlögun, sem bezt vekur og elur þjóðfjör og þjóðrækni, en forðar um leið við skaðvænum flokkadráttum; hefir nóg vald til að koma fram lögum og rétti, og hverju sem gott er, en þó svo temprað, að eigi megi það verða til kúgunar ...“ (bls. 71). Hvað þjóðinni sjálfri viðvíkur telur Jón að ekki beri að hefta frelsi manna nema í því tilfelli að frjálsræðið ógni „öllu félaginu“ og þjóðin gæti borið skaða af.9 Hann bætir því við að á íslandi þyki það lágmarksréttindi að sérhver maður „... hafi frelsi til að halda trú þá sem hann vill, tala hvað hann vill, rita hvað hann vill, og láta prenta hvað hann vill, meðan hann meiðir engan ...“ (bls. 73) og sömleiðis megi atvinnufrelsi og verslunarfrelsi ekki vanta og mikils sé um vert „að bæjastjórn (kaupstaðastjórn) og sveitastjórn sé svo frjáls sem verða má ...“ (bls. 74 og 75). Síðasti kafli greinarinnar ber yfirskriftina Um ýmislegt viðvíkjandi kosn- íngum og þingsköpum. Þar leggur Jón áherslu á að hann treysti embættis- mannanefndinni til góðra verka en segist ímynda sér að alþýða manna vildi að nokkurra atriði yrði gætt sérstaklega. Þar ber fyrst að nefna mikilvægi þess að hafa „staðfastlega fyrir augum, að alþíngislögin eiga að vera handa íslandi“ °g að „íslands þarfir og íslands stjórn eiga alltaf að vera hið fremsta ..." (bls. 120). Þetta telur Jón vera grundvallarreglu, en á stundum geti eflaust mynst erfitt að fylgja henni eftir þegar hvort tveggja sé að „... allt fer fram á dönsku, og að minnsta kosti einn danskur maður tekur þátt í henni, einkum ef hann [er] ráðríkur og ókunnugur eða dansklundaður.“ Annað atriði sem Jón taldi vert að hnykkja á fyrir hönd alþýðunnar var kosningarétturinn. Þeirri spurningu þyrfti að svara „1) hvort allir skuli kjósa eður eigi, og 2) hvort alla megi kjósa til fulltrúa eður eigi.“ Jón segist ekki skilja „eptir því sem á íslandi hagar“ að „... það geti komið neinu illu af stað (sízt um sinn), þó öllum sé leyft að kjósa sem myndugir eru (25 ára) og búfastir á landinu, ef þeir hafa ekki liðið neitt mannorðstjón fyrir laganna dómi“ (bls. 121).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.