Andvari - 01.01.2011, Page 121
andvari
JÓN SIGURÐSSON OG STJÓRNSKIPUN ÍSLANDS
119
Ungirfélagar í Atgeirnum, samtökum til stuðnings Jóni Sigurðssyni árið 1872. Sitj-
andi frá vinstri: Skafti Jósefsson, Sigurður Jónssonjóstursonur Jóns og Ingibjargar,
og Pétur Eggerz kaupstjóri Borðeyrarfélagsins. Standandi frá vinstri: Jón Jónsson
frá Melum, Steingrímur Thorsteinsson, eitt „ hirðskálda “ Jóns, Snorri Pálsson kaup-
stjóri, Sigurður Jónsson frá Gautlöndum, Kristján Jónsson frá Gautlöndum og Björn
Jónsson frá Djúpadal.
fullkomið yfirvald yfir oss í vorum eigin málum, því þá er það eptir þeirra
áliti jafnrétti, að þegar vér erum til dæmis 25 sinnum færri en þeir, þá skulum
vér hafa einúngis eitt atkvæði móti 25 í hverju máli sem er“ (bls. 117). Þarna
kristallast vandkvæði sem geta hlotist af því að framfylgja formlegu jafnrétti
þegar kemur að vægi atkvæða, vandamál sem enn hefur ekki tekist að leysa.
Jón fjallar um vandkvæðin sem fylgja fámennu löggjafarþingi og kosti þess
að „þíngið sé svo fjölskipað sem kostur er á, og að það komi opt saman; með
því móti verkar þíng og stjórn sem bezt hvort á annað, fjör og dugnaður eykst
og allar þjóðlegar framkvæmdir styrkjast“ (bls. 122).
Það þótti Jóni Sigurðssyni „kynlegt, að greinin um friðhelgi alþíngis stend-
ur ekki í stjórnarskránni“ en reiknar þó með að „íslendingar muni halda full-
trúaþíng sitt engu síður friðhelgt fyrir því“ (bls. 123-124). Jón er sérstaklega
gagnrýninn á breytingu stjórnarinnar á rétti Alþingis til að „setja nefndir af