Andvari - 01.01.2011, Page 125
margrét gunnarsdóttir
Svipmynd af Ingibjörgu
Ingibjörg Einarsdóttir, eiginkona Jóns Sigurðssonar,
og Ijósmyndir afhenni
I
Þegar minnst er 200 ára frá fæðingu Jóns Sigurðssonar er ekki úr vegi að
beina sjónum að eiginkonu hans og lífsförunaut, Ingibjörgu Einarsdóttur. í
ritum um Jón eru lýsingar á Ingibjörgu fremur fátæklegar og heldur óskýr
rnynd dregin upp af henni. Hún er alls staðar í aukahlutverki. A því eru
auðvitað ýmsar skýringar. Þyngst vegur vafalaust heimildaskortur. Lítið er
til af skriflegum heimildum frá henni sjálfri. Engin bréf hafa t.d. varðveist á
milli Jóns og Ingibjargar og aðeins fá sendibréf eru til með hendi Ingibjargar
sjálfrar til vinkvenna sinna. En heimildir um fortíðina eru af ýmsu tagi, hand-
rit, bækur, munir og ljósmyndir.
í Mannamyndasafni Þjóðminjasafns íslands og í Minjasafni Jóns Sigurðs-
sonar og Ingibjargar Einarsdóttur í Þjóðminjasafni eru varðveittar margar
Ijósmyndir.1 Það getur því hugsanlega skýrt myndina sem draga má upp af
Ingibjörgu út frá skriflegum heimildum að skoða hvaða mynd ljósmyndir
bregða upp af henni. f þessari grein verður sagt frá ævi Ingibjargar og fyrr-
greindar myndir af henni kannaðar nánar.
Ingibjörg Einarsdóttir fæddist í bænum Þingholti við Reykjavík 9. október
árið 1804. Á þeim tíma var Reykjavík aðeins þyrping húsa við Tjörnina og
Þingholt einn af bæjunum utan við þorpið.2 í Reykjavík og nágrenni bjó
Ingibjörg þar til hún giftist Jóni og þau stofnuðu heimili í Kaupmannahöfn
haustið 1845. Þá var hún fertug.
Foreldrar Ingibjargar voru hjónin Einar Jónsson (1775-1839), föðurbróðir
Jóns, (skrifaði sig síðar Johnsen), vestfirskur prestssonur, stúdent og kaupmað-
ur í Reykjavík, og Ingveldur Jafetsdóttir (1776-1837), sem var fædd og uppal-
m í Reykjavík.3 Ingibjörg var skírð á fæðingardegi sínum 9. október.4 Lítið er
vitað um æskuár hennar en Ingibjörg fermdist í Dómkirkjunni árið 1817 og
fékk þann vitnisburð að kunnátta hennar og hegðun væru góð. Sjálfsagt hafa
dagar hennar liðið við leik og störf við hlið móður sinnar. Bústörfin voru ærin
°g Ingibjörg átti einnig þrjá yngri bræður sem þurfti að gæta.5