Andvari - 01.01.2011, Qupperneq 134
132
MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR
ANDVARI
til vina og frændfólks, eins og fyrr segir. Af myndunum og öðrum heimildum
að dæma hefur Ingibjörg klætt sig að hætti danskra borgarakvenna. Hún hefur
rétt eins og Jón viljað vera fín til fara.43 Ljósmyndirnar eru því öðrum þræði
til vitnis um að Ingibjörg vildi tilheyra danskri borgaramenningu.
Þótt ein baráttuaðferðin sem eiginmaður Ingibjargar ásamt Sigurði
Guðmundssyni málara vildu beita í sjálfstæðisbaráttunni væri að fá konur
til að klæðast íslenskum búningum44 leit Ingibjörg ekki á það sem hlutverk
sitt að láta mynda sig í slíkum fatnaði. Það vekur athygli þar sem til eru
slíkar myndir af konum af hennar kynslóð, sem hún hafði mikið samneyti
við, m.a. þeim Guðlaugu Guttormsdóttur, eiginkonu Gísla Hjálmarssonar
læknis, og Hólmfríði Þorvaldsdóttur, eiginkonu Jóns Guðmundssonar rit-
stjóra 45 Þá eru einnig til myndir af Sigríði Einarsdóttur, eiginkonu Eiríks
Magnússonar í Cambridge, í skautbúningi46 En sitt sýndist hverjum. í
frásögn Sigrúnar Pálsdóttur af Þóru Pétursdóttur kemur fram að biskups-
dóttirin var ekki ýkja hrifin af því í fyrstu að klæðast íslenskum búningi47
I Minningum Guðrúnar Borgfjörð segir hún nokkrar sögur af því hvernig
tilfinning það var að ganga um á íslenskum peysufötum og skarta skaut-
búningi við hátíðleg tækifæri þegar hún var á ferð í Kaupmannahöfn til
lækninga vorið 1883. Ein frásögnin, af því þegar Guðrún fór til læknis og
þurfti að bíða á fjölmennri læknastofu er svohljóðandi: „Ég settist niður og
beið, ekki vel róleg. Ég var á mínum íslenzka búning. Það gláptu náttúrlega
allir á mig þar inni eins og tröll á heiðríkju.148 Einnig segir Guðrún frá
því að mágkona hennar, Emma, eiginkona Finns Jónssonar, hafi ekki verið
ánægð með klæðavalið: „Ég var ... í peysufötum, því að ég hafði ekki ráð
á að breyta um búning. Ég var alveg ófeimin og óáreitt, hvar sem ég fór,
en mágkona mín var ekki vel ánægð að vera úti með mér. Loksins fékk
hún mig til að kaupa mér skósíða kápu og heljarmikinn hatt, og í þessari
múnderingu var ég, þegar ég var með því fólki/49
Lýsing Guðrúnar sýnir hversu mikla eftirtekt það vakti að sjá konur í
Höfn á íslenskum búningi. Það er augsýnilega átak að ganga um göturnar
í íslenskum fatnaði. Heimildir benda til þess að Ingibjörg hafi eins og
fjölmargar aðrar íslenskar konur á síðari hluta nítjándu aldar komið sér upþ
skautbúningi og jafnvel tekið þátt í að sauma búninga fyrir aðrar konur.50 í
Minjasafni Jóns og Ingibjargar er varðveitt spenna af möttli Ingibjargar úr
gylltu silfri og með skrauti að framan.51 En þrátt fyrir að íslenski búningur-
inn hefði þýðingu í stjórnmálabaráttunni og Ingibjörg hafi sjálf líklega átt
slíkan búning virðist hún ekki hafa látið sér til hugar koma að fara í honum
til ljósmyndara og láta mynda sig. í það minnsta hefur engin slík mynd af
henni varðveist.52
Ingibjörg gerði sér greinilega glögga grein fyrir því að klæðaburður
sagði sína sögu um þjóðfélagsstöðu fólks. Margir reikningar frá klæð-