Andvari - 01.01.2011, Page 143
JÓN KARL HELGASON
Manntafl sjálfstæðisbaráttunnar
Hvernig ratadi líkneski Jóns Sigurðssonar
á Austurvöll?
I
Á liðnu ári sendi Kári Tulinius frá sér skáldsöguna Píslarvottar án hœfileika.
Þar segir frá fimm reykvískum ungmennum sem dreymir um að skipuleggja
hryðjuverk en eiga í nokkru basli með að finna sér málstað sem þau geta trúað
á og barist fyrir. í síðari hluta sögunnar, sem gerist í nóvembermánuði 2008,
sitja tvö þessara ungmenna, Sóli og Lilja, á bekk undir styttunni af Jónasi
Hallgrímssyni í Hljómskálagarðinum og ræða um styttur bæjarins og tákn-
rænt gildi þeirra. Sóli saknar líkneskis af Jóni Arasyni, eina „íslendingnum
sem beitti vopnum gegn Dönum“.' Lilja, sem sjálf er ljóðskáld, lýsir aftur
á móti eftir styttu af Svövu Jakobsdóttur rithöfundi og sér hana fyrir sér
sparkandi í rassinn á styttunni af Ólafi Thors, framan við ráðherrabústaðinn
vestan Tjarnarinnar. ‘Listaskáldið góða’ er þó helsta átrúnaðargoð stúlkunnar
og ef hún mætti ráða hefðu líkneski þeirra Jóns Sigurðssonar umsvifalaus
vistaskipti:
Af hverju heldurðu að Jónas sé hafður hérna í felum í rjóðri í Hljómskálagarðinum
meðan dauðyfli eins og Jón Sigurðs stendur fyrir framan Alþingi? Ég meina það,
gaurnum datt ekkert betra í hug til að vekja athygl i á sjálfstæðisbaráttu Islendinga en
að senda danska ríkinu gíróseðil eins og einhver helvítis þjóðarbúðarloka. Hann er mest
sorrí sjálfstæðishetja í öllum heiminum.2
í augum Lilju er Jón táknmynd þess úrkynjaða valds sem hún og félagar
hennar vilja gera uppreisn gegn - „vælukjói og konungssleikja, hetja búrókrata
og endurskoðenda“. Jónas er aftur á móti táknmynd byltingarandans, enda
þykist Lilja viss um að ef hann hefði „verið lifandi og á Þjóðfundinum hefði
hann pottþétt farið út í beinar aðgerðir“.3
Samtal þessara sögupersóna dregur athyglina að því hlutverki sem líkneski
og önnur kennileiti minninganna (fr. les lieux de mémoire) leika í opinberu
rými.4 Þó að þau verði með tímanum nánast ósýnileg í auðsjáanleika sínum,