Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2011, Page 147

Andvari - 01.01.2011, Page 147
ANDVARI MANNTAFL SJÁLFSTÆÐISBARÁTTUNNAR 145 Hallgrímssyni (1807-1845) í tilefni af aldarafmæli hans. Hita og þunga af þessari söfnun báru Stúdentafélögin í Reykjavík og Kaupmannahöfn en hug- myndin var einna fyrst viðruð af Vilhjálmi Jónssyni í blaðagrein árið 1897. Þar sagði að Jónas hefði „skrifað nafn sitt andans og frelsisins gullna letri á söguspjald þjóðar vorrar með hinum þjóðernisríka og formþýða skáldskap sínum“.14 Vilhjálmur minnti einnig á, líkt og menn höfðu gert í tilvikum Tómasar og Jóns forseta, að það væri „alsiða í öðrum löndum að reisa látn- um ágætismönnum og þjóðskáldum eitthvert heiðurs- eða minningarmark í viðurkenningar skyni fyrir starf þeirra í þarfir þjóðarinnar“. Rétti staðurinn fyrir slíka styttu af Jónasi var í Reykjavík, að mati Vilhjálms, enda ætti hún: sem höfuðbær landsins að verða miðbik allrar menningar vorrar og andlegs lífs, og það er sómi alls landsins, að prýði hennar og vegur sé sem mestur. Á Austurvelli í miðjum bænum stendur líkneski hins heimsfræga kynlanda vors, listasmiðsins Alberts Thorvaldsen, og það ætti eigi illa við og væri bæjarprýði, að standmyndir hinna beztu manna vorra og listaskálda yrðu reistar á ferhyrningsreitunum í kringum þennan mikla meistara. Athyglisvert er að Vilhjálmur kalli Thorvaldsen „kynlanda“ sinn en svo virðist sem hann sjái Austurvöll fyrir sér sem ódáinsakur íslenskra ágætis- manna. Hliðstæðir styttugarðar voru þekktir víða erlendis frá; meðal fornra dæma af þessu tagi er hinn svonefndi Heimspekingahringur í námunda við píramídana við Sakkara í Egyptalandi sem talinn er vera frá því á 3. öld f.Kr. Þar standa í hálfhring líkneski af átta grískum heimspekingum og skáldum, þeirra á meðal Platon, Hómer og Pindar.15 Einar Jónsson myndhöggvari var fenginn til að gera styttuna af Jónasi en þegar leið að afhjúpun hennar kom fram önnur hugmynd um staðsetningu hennar og styttu Jóns Sigurðssonar í miðbænum. Hún tengdist meðal annars tveimur brjóstmyndum sem til voru, annars vegar af Bjarna Thorarensen (1786-1841) og hins vegar Kristjáni Jónssyni Fjallaskáldi (1842-1869). Efnt hafði verið til samskota í kringum aldarafmæli Bjarna til að kosta gerð brjóst- myndar af honum en í forsvari fyrir söfnunina voru Bogi Melsteð og Valtýr Guðmundsson.16 Myndin var gerð en ekki safnaðist nægt fé til að steypa undir hana stöpul utandyra. Brjóstmyndin af Kristjáni var gerð að frum- kvæði frænda hans og nafna, Kristjáns Jónasarsonar, sem hafði ásamt Jakobi Gíslasyni kaupmanni á Akureyri safnað fé til verksins um margra ára skeið. Skömmu fyrir andlát sitt 1905 sendi Kristján séra Eiríki Briem brjóstmyndina og fól honum að finna henni varanlegan stað í Reykjavík. í grein í Óðni árið 1906 kemur fram að séra Eiríkur sjái íslenska ódáinsakurinn fyrir sér framan við Safnahúsið við Hverfisgötu sem þá var að rísa af grunni:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.