Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 153

Andvari - 01.01.2011, Blaðsíða 153
ANDVARI MANNTAFL SJÁLFSTÆÐISBARÁTTUNNAR 151 sem þarna mátti hugsanlega greina. Þá eykur Ingólfur Arnarson, sem stendur við gafl Safnahússins, enn á dýptina á kóngsvængnum. í raun er um að ræða frysta sviðsmynd af sögu Islands frá landnámi til fullveldis. Þarna er þjóðfaðirinn Ingólfur að nema landið og þjóðskáldið Jónas að yrkja sín áhrifaríku ættjarðarljóð en á miðju sviðsins réttir danski konungurinn fulltrúa íslensku þjóðarinnar „fyrsta vísi frelsisins“. í því felst reynar gróf sögufölsun þar sem Jóni Sigurðssyni var ekki boðið á Þjóðhátíðina 1874 þegar konungur færði íslendingum stjórnarskrána og var lítt hrifinn af því plaggi. Raunin var líka sú að ýmsir voru ósáttir við að þeir Jón stæðu svona hlið við hlið framan við aðsetur stjórnarinnar. IV Árið 1923 skrifuðu 86 málsmetandi íslendingar undir ávarp þar sem lands- menn voru hvattir til að láta fé af hendi rakna svo hægt væri að reisa „á almannafæri í Reykjavík“ minnisvarða um Hannes Hafstein (1861-1922) sem þá var nýlátinn. í ávarpinu sagði meðal annars: Hvort sem litið er á Hannes Hafstein sem stjórnmálamann eða skáld, ann íslenska þjóðin honum svo mjög, að hann er áreiðanlega einn þeirra manna, sem hugir þjóðarinnar hafa mest hneigst að um síðustu mannsaldra. Með afburða þreki og lægni hefir hann átt svo mikinn þátt í því hvorutveggja: að koma sjálfsforræðismáli þjóðarinnar fram, og að hrinda réttarbótum og framfaramálum hennar áfram, að fyrir það getur þjóðin aldrei sýnt þakklæti sitt meira en verðugt er. Jafnframt er það af öllum mönnum viðurkent, að hann var eitt af helstu ljóðskáldum þjóðarinnar, og að hann hefir flestum eða öllum skáldum vorum fremur, lagt stund á að efla vilja og þrótt hennar til dáðríkra framkvæmda með ljóðum sínum.38 Af þessari lýsingu að dæma sameinast mannkostir þeirra Jóns Sigurðssonar og Jónasar Hallgrímssonar hér í einum manni. Söfnunin fyrir líkneskinu virðist hafa gengið vel og enn var samið við Einar Jónsson um að annast verkið. Eirafsteypa styttunnar var tilbúin 1928, rætt var um að afhjúpa hana á 25 ára afmæli heimastjórnarinnar árið eftir en það dróst af ýmsum orsökum fram til 1931. Ýmsar tillögur komu fram um hvar líkneski Hannesar skyldi standa. Kristján Albertsson, sem átti síðar eftir að skrifa ævisögu ráðherrans, viðraði þá skoðun í blaðagrein snemma árs 1929 að Danakonungur ætti að hverfa af stöplinum framan við Stjórnarráðið. „Það má öllum vera ljóst, að hann á ekki sæti við hlið Jóns Sigurðssonar, hvorki í sögu landsins nje í vitund þjóðarinnar og stytta hans þá heldur ekki. Það getur ekki verið ætlun nokkurs manns, að hún stæði þar um aldur og æfi.“ Vildi Kristján að styttu nafna síns yrði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.