Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2011, Page 154

Andvari - 01.01.2011, Page 154
152 JÓN KARL HELGASON ANDVARI til bráðabirgða komið fyrir í „Skemtigarðinum suður við Tjörnina, en henni síðar ætlaður staður fyrir utan höll þá, er væntanlega verður reist áður en langt um líður, annað hvort sem konungssetur eða bústaður forsætisráðherra.“ I staðinn ætti styttan af Hannesi Hafstein heima á þessum virðingarstað, „fyrir utan Stjórnarráð hins frjálsa íslands. Hann er ástsælasti foringi þjóðarinnar og hið mesta tiginmenni sögu vorrar, í sjón og raun, síðan Jón Sigurðsson leið - og eftirmaður hans, öllum öðrum fremur.“39 Páll Eggert Olason brást við grein Kristjáns, einkum til að svara vissum ummælum um pólitískan feril Jóns forseta, en hann lét þess jafnframt getið að sér þætti óviðkunnanleg uppröðun á styttunum framan við Stjórnarráðið. „Líkneski Jóns Sigurðssonar myndi mjer þykja best sett á Austurvöll miðjan, andspænis alþingishúsinu, þar sem nú er mynd Alberts Thorvaldsens.440 Guðmundur Kamban tók í svipaðan streng í grein sem fjallaði að öðru leyti um staðsetningu væntanlegs þjóðarleikhúss.41 Um mitt ár 1929 virðist bæjar- stjórnin í Reykjavík hins vegar hafa ákveðið að Hannesi yrði komið fyrir neðan við ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu. Víkverji Morgunblaðsins gagn- rýndi þá ákvörðun harðlega og lagði til meiriháttar breytingu á uppröðuninni á styttum bæjarins: Stytta Jóns forseta á hvergi að vera nema fyrir framan Alþingishúsið. Stytta Hannesar Hafsteins, fyrsta íslenska ráðherrans, á að standa framan við stjórnarráðið. Styttur Kristjáns 9., Thorvaldsens og Jónasar Hallgrímssonar á að flytja suður í skemtigarð. Þar eiga þær heima. En stytta Hannesar á ekki heima í kvosinni hjá Tjarnargötu, enda þótt Hannes ætti þar einu sinni heima.42 Ekki fékkst niðurstaða í þetta snúna mál fyrr en á vordögum 1931 en þá var ákveðið að Hannes Hafstein tæki stöðu Jóns Sigurðssonar framan við Stjórnarráðið, stytta Jóns var flutt inn á miðjan Austurvöll og styttan af Thor- valdsen flutt þaðan í Hljómskálagarðinn. Við sama tækifæri var ákveðið að stytta af Leifi heppna eftir bandaríska myndhöggvarann Alexander Stirling Calder, sem Bandaríkjamenn höfðu gefið fslendingum í tilefni af Alþingis- hátfðinni árið 1930, skyldi reist á Skólavörðuhæðinni.43 Enn á ný hefur staðan á hinu opinbera útitafli breyst svo um munar. Fram til þessa hefur fjölgun á líkneskjum í Reykjavík minnt meira á uppröðun tafl- manna í tiltekna stöðu en eiginlega taflmennsku en nú eru leiknir þrír afger- andi leikir. Vistaskipti Hannesar Hafstein og Jóns Sigurðssonar bera keim af hrókun en vistaskiptum þeirra Jóns og Thorvaldsens má fremur líkja við að sá fyrrnefndi hafi skákað þeim síðarnefnda. Dansk-íslenska listamanninum, gjöf Kaupmannahafnar til íslendinga, er gert að hörfa út á jaðar skákborðs- ins. Leifsstyttan á Skólavörðuholtinu eykur enn frekar dýptina í stöðunni og gefur visst tilefni til að túlka Listasafn Einars Jónssonar, sem risið hafði á þessum sömu slóðum árið 1923, sem enn einn hrókinn í leiknum. Ingólfur,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.