Andvari - 01.01.2011, Side 155
ANDVARI
MANNTAFL SJÁLFSTÆÐISBARÁTTUNNAR
153
Kristján IX., Hannes og
Jónas standa enn í nokkuð
beinni röð en Jón forseti
hefur tekið við ótvíræðu
forystuhlutverki í þeirra
hópi. Hann er loksins kom-
inn inn á Austurvöll, ekki
sem knapi Thorvaldsens,
heldur sem drottningin í
leiknum. Hlutverk Hann-
esar Hafstein er tvíræðara.
Ein leið er að líta á hann
sem tvífara Jóns en um
leið er ráðherrann arftaki
konungsins; hann tekur
við valdakeflinu úr hönd-
um Kristjáns IX. framan
við Stjórnarráðið, líkt og
hlaupari í boðhlaupi. Hvað
sem öðru líður virðist danska konungsveldið vera í vonlausri stöðu. Verið er
að leggja lokahönd á sviðsmyndina fyrir lýðveldisstofnunina, sem menn sáu
hilla undir á þessum tíma, en þess má geta að árið 1931 er á miðjum full-
veldistímanum, mitt á milli áranna 1918 og 1944.
V
Sú saga sem hér hefur verið rakin hélt áfram að þróast á næstu áratugum.44
Árið 1945 var líkneskið af Jónasi Hallgrímssyni flutt í Hljómskálagarðinn,
Thorvaldsen til samlætis, líkt og Víkverji hafði lagt til. Þar með varð til,
við kórbak Hljómskálans, vísir að þeim ódáinsakri listamanna sem ein-
hverjir höfðu séð fyrir sér á Austurvelli. Menn minntust 100 ára dánarafmælis
Jónasar þetta ár, meðal annars á Listmannaþingi, en það var að frumkvæði
undirbúningsnefndar þingsins að ákveðið var að flytja styttu hans til og setja
á nýjan stöpul. Sá gamli var illa farinn enda bara steyptur til bráðabirgða.45
Árið 1954 var líkneski af Skúla Magnússyni landfógeta, „föður Reykjavíkur“,
afhjúpað við Aðalstræti, þar sem hann byggði upp Innréttingar sínar. Styttan
var gjöf Verslunarmannafélags Reykjavíkur til borgarinnar.46 Einar Jónsson
hafði verið ráðinn til verksins en vegna heilsubrests hans tók Guðmundur
Einarsson frá Miðdal það að sér.47 Ari síðar var líkneski Sigurjóns Olafssonar
af Héðni Valdimarssyni afhjúpað af Byggingarfélagi alþýðu fyrir framan